Prestafélagsritið - 01.01.1919, Síða 38
34
Magnús Jónsson:
ófullkomið stig guðsþekkingarinnar. Hún hafði aukist svo
stórkostlega síðan og það varð að komast með.
Með þessu kastar þó guðspjallamaðurinn engri rýrð á
persónu Jesú Krists, og opinberunarþýðingu hans. Hann
er jafnt eftir sem áður sá, sem gefur fullkomna þekkingu
á guði og guðlegum efnum. Og þetta vandamál leysir hann
á þann veg, að andinn er ekkert annað en Jesús Kristur,
eftir að hann er dýrðlegur orðinn. Þetta sjáum vér máske
skýrast í 7, 39 b: »Enn þá var andinn ekki gefinn, af
þvi að Jesús var ekki enn þá dýrðlegur orðinn«. Þá sést
það og víða í ræðunum í 14. —16. kap., að Jesús talar
um sig i dýrðinni og andann jöfnum höndum. T. d. í
14, 16: »Hann (o: faðirinn) mun gefa yður annan hugg-
ara«, og rétt á eftir (v. 18:) »Eg kem til yðar«. En reynd-
ar mun þetta einnig vera skoðun Páls á andanum.
Ef vér svo athugum guðspjallið og berum það saman
við eldri guðspjöllin, þá munum vér nálega við hvert fót-
mál verða varir við ávexti þessa, verða varir við þá æðri
og hærri þekking, sem höfundur þess hefir fram að bera.
Má nú nærri geta að hér er ekki mikið hægt að fara út í
það, því að til þess þyrfti nálega að ganga gegnum alt
guðspjallið vers fyrir vers. En benda má á einstök dæmi.
Fyrst verður þá fyrir oss Kristsfræðin og hefir litillega
verið á það bent hér á undan. Kristsfræði er í rauninni
engin til i eldri guðspjöllunum. Kristur skildi svo við læri-
sveina sína, að hann kendi þeim enga Kristsfræði. En i
Jóhannesarguðspjalli finnum vér djúpsett kerfi, þar sem
hin kristilega trúarreynsla er ofin inn i umgerð heimspeki-
legrar ihugunar um logos.
Pá má nefna deiluna miklu um afstöðu kristni og gyð-
ingdóms, eða baráttuna um lögmálið. Páll postuli varð að
verja miklu af þreki sínu í þá deilu, og eldri guðspjöllin
sýna oss nálega á hverri blaðsíðu, hve heit hún hefir
verið. En í Jóhannesarguðspjalli er hún horfin með öllu.
Pað er talað um »heiminn« sem eina heild, það er heim-
urinn eða mannkynið alt, sem logos hefir komið til að