Prestafélagsritið - 01.01.1919, Síða 39
Jóhannesarguðspjall. 35
frelsa. Hjálpræðið kemur að vísu frá Gyðingum, eins og
vér játum jafnt enn i dag, en það er öllum ætlað. Þetta
er engin smáræðis breyting og framför.
Þá er mjög einkennilegt hvernig skoðanirnar á upprisu
Jesú og liimnaför, sendingu andans og endurkomunni hafa
mótast, orðið einfaldari og ég vil segja sannari. í frum-
kristninni er litið á þetta sem annað með barnslegri ein-
feldni. Jesús birtist eftir dauða sinn, hann er því lifnaðnr
aftur. Hann hefir farið út úr gröfinni á þriðja degi, verið
með lærisveinunum í 40 daga og farið þá til himna. Svo
sendir hann heilagan anda 10 dögum seinna, og andinn
kemur í ytri mynd og hefir sýnileg áhrif á þá, sem hann
kemur yfir. Og svo er endurkomuvonin. Koma Jesú var
með þeim hætti, að kristnir menn gátu ekki hugsað sér,
að þetta væri sú eiginlega Messíasarkoma. Já, það er jafn-
vel óvíst, hvort þeir liafa yfirleitt talið hann Messías í jarð-
lifinu. Hann hlaut því að eiga eftir að koma, koma sem
Messías, konungurinn og alheimsdómarinn, og þeir varð-
veittu nákvæmlega hvert orð Jesú, sem gat gefið þeim
von um þetta. Líf þeirra varð líf i eftirvæntingu.
Ef vér svo berum saman við þetta skoðun Jóhannesar-
guðspjalls, þá getur oss eigi furðað, þó að höf. þess fyndi,
að hér hafði mikil þróun farið fram. Alt er orðið and-
legra og dýpra. Alt er orðið, ef svo mætti segja, eðlilegra
og rökréttara. Upprisa og himnaför eru eitt og hið sama,
eða réttara sagt, upprisan er ekki flutningur frá dauðra-
heimkynninu hingað aðeins, heldur til himna, í dýrðina.
Hann kemur aðeins við hér á leiðinni. Þetta verður Ijóst
meðal annars af orðum Jesú við Maríu Magðalenu: »Snertu
mig ekki, því að enn er ég ekki upp stiginn til föður
míns« (20, 17). Hann er á leiðinni. Upprisan er ekki nema
hálfnuð. Hún er fyrst fullnuð þegar hann er kominn til
föðurins.
En ekki aðeins himnaförin, heldur einnig sending and-
ans rennur saman við upprisuviðburðinn. Þetta leiðir af
því, að andinn er ekki annað en Jesús Kristur í dýrðinni