Prestafélagsritið - 01.01.1919, Side 42
38
Magnús Jónsson:
En um leið og hann hefir þennan háleita og háfleyga
hðfuðtilgang, hefir hann líka annan tilgang, sem hann
heldur aldrei missir sjónar á, en það er að verja kristin-
dóminn sérstaklega gegn Gyðingum og ávinna heiðingjana.
Hann hefir því praktiskan tilgang jafnhliða hinum heims-
spekilega og guðfræðilega. Kemur þetta oft mjög einkenni-
lega fyrir í guðspjallinu, og sjTnir dæmafáa snild liöfund-
arins. Víða, þar sem á yfirborðinu er eingöngu að sjá há-
flevgar hugleiðingar um hin æðstu trúarsannindi, má finna,
ef gerr er athugað, liárbeittan brodd gegn andstæðing-
unum. Sumstaðar er þetta hvað við annars hlið, svo að
oss finst höfundurinn }Tmist lyfta sér á vængjum hins
skáldlegasta ímyndunarafis, eða þá í næstu svifum standa
með báða fætur á jörðinni, alvopnaður til sóknar og varn-
ar. En þetta skiljum vér fyrst er vér gætum þess, að á
fyrstu öldinni var barátta upp á líf og dauða milli gyð-
ingdóms og kristindóms. Báðir vildu ná tökum á róm-
verska heiminum. Gjrðingarnir voru eldri, og höfðu á
Krists dögum náð mikilli útbreiðslu og festu víðsvegar
um ríkið, og mikilli hylli fjölda manns. Þeir fóru, eins og
Jesús sagði, yfir lönd og höf til þess að ávinna trúskift-
inga. Þeir létu sem minst bera á því i gyðingatrúnni, sem
hlaut að hrinda mönnum frá henni, en lögðu áherslu á
eingyðistrúna og siðferðilega máttinn í trú sinni. Þegar svo
kristindómurinn, sérstaklega fyrir starfsemi Páls postula,
fór að fá á sig heimstrúar-svipinn, og kristnir söfnuðir
mynduðust nálega í hverri borg, þá hófst baráttan. Var
barist bæði með munni og penna. En lang voldugasta rit-
ið, sem fram kom í þessu stríði, var Jóhannesarguðspjall.
Vil ég ráðleggja hverjum manni, að lesa ritið nákvæmlega
með þelta i huga, og sjá livernig guðspjallamaðurinn ávalt
snýr brjósti fylkingar móli andstæðingunum. Aldrei verð-
ur fiug hans svo geyst, að hann gleymi því. í sambandi
við það stendur það, hvernig hann talar um Jóhannes
skírara, eins og áður er á minst. Af sama toga er það
spunnið, hvernig hann ávalt talar urn Gyðingana sem