Prestafélagsritið - 01.01.1919, Page 45
Friðrik Friðriksson: Prestarnir og æskan. 41
félagssltapar, heldur hitt að prestar séu vakandi í því að
sá hinu góða sæði í sálír barna og unglinga og leiðbeina
þeim til trúar og siðgæðis, og vísa þeim veginn til Krists
eftir þeim tækjum og færum, sem þeir hafa í kirkju og
utan kirkju. Undir þetta atriði mundi heyra að tala um
það starf, sem prestar hafa beinlínis fyrir hina ungu í
söfnuðunum í undirbúningi fermingarinnar. En á því
svæði lief ég of Iitla sjálfsreynslu og oílítinn kunnugleika
á því slarfi hjá öðrum til þess að leggja dóm á, hvernig
það starf er alment leyst af höndum. Eg sleppi því að
tala um þessa hlið viðfangsefnisins, hvað prestarnir geri
fvrir guðsríki meðal æskulýðsins.
Þá kemur önnur hlið þessa máls. Hygg ég að þar séum
vér allir samdóma. Hún er um hina brýnu þörf á því að
frá hálfu kirkjunnar og prestanna fari fram kröftug og
áhrifamikil starfsemi til þess að spyrna á móti þeim öfl-
um, er vilja draga hina ungu hurt frá kirkju og krist-
indómi.
Eg býst við að allir prestar hafi orðið varir við það,
hvilíkt los er á öllu í kristilegu tilliti meðal þjóðarinnar,
og að margar liinar einlægustu tilraunir og hin bezla við-
leitni hafi mishepnast. Það er svo kornið að unglingar eru
yfirleitt fúsari sjálfráðir til alls annars en þess, er heyrir
til þátttöku í kristilegum guðræknisæfingum bæði í kirkju
og utan kirkju. Hefir og sá hugsunarháttur þróast á síð-
ari tímum að komast sem væglegast frá þeim vægu kröf-
um, er settar eru fyrir kunnáttu og kristindómsfræðslu
unglinga. Ætti þetta sér stað að eins hjá þeim ungu sjálf-
um, þá væri það sök sér, en mér finst að það sé aðal-
mein vort, að þessi hugsunarháttur heíir grafið um sig
meðal hinna fullorðnu, bæði foreldra og annara. Straum-
ur aldarandans er á móti oss, og fyrir hverja eina taug,
sem vér getum náð haldi á hjá hinum ungu, eru minst
10 taugar, sem heimurinn hefir á þeim og togar í þær
allar á móti oss. það fer svo eftir ótal atvikum, hvort
yfirsterkara verður, vér eða heimurinn. En þrátt fyrir alt