Prestafélagsritið - 01.01.1919, Blaðsíða 46
42
Friðrik Friðriksson:
sést þó af því, hve taug kristindómsins er sterk, að duga
skuli til að liamla nokkuð á móti hinum ölluin.
Það liggur ekki svo mjög í aðferð vorrar tíðar, að æsa
unga fólkið til fjandskapar við kirkju og kristindóm, held-
ur í hinu, að gera menn leiða á hinu andlega og alvar-
lega, dreifa huga þeirra í allar áttir, gera þá fj kna i nautn-
ir og skemtanir, og liugsunarlausa og kærulausa í kristi-
legum efnum. Það er mjög erfitt að fá unga fólkið til að
sinna hinu alvarlega, að lesa guðs orð og sækja kirkju
reglulega og að staðaldri. Það er fyrst þegar hinir ungu
vakna til viljalífs og ákveðins persónulegs kristindóms að
hægt er að fá þá góðfúslega í kirkju. En þá kemur það
líka af sjálfu sér. En blómgun kirkjunnar i framtíðinni
er komin undir því, að hinar upprennandi kynslóðir verði
unnar fyrir kirkjuna og varðveitist í skjóli hennar. Þess
vegna er ég viss um það, að hina brýnustu nauðsyn beri
til að all sé gert sem gert verður af hálfu prestanna og
kirkjunnar, til þess að safna liinum ungu saman um
merkisstöng Krists og halda þeim þar.
()g nú kem ég að nýrri hlið þessa verkefnis, sem mér
var gefið.
Hvað geta prestarnir gert til þess að vinna æskulýðinn
fyrir guðs riki, og halda honum í kirkjunni.
En er ég nú helzt vil tala um þetta og dvelja við
það sem aðalviðfangsefni mitt, þá fer það á sömu leið,
að hægra er að kenna heilræðin en lialda þau sjálfur.
Það er auðvelt að setja upp setningar og segja: wÞetta er
. bezt að gera. Svona er bezt að fara að því«. En nú skort-
ir mig mjög þekkingu á því, hvernig fara á að annars-
staðar en hér í bænum, þvi fyrir utan bæina Reykjavík og
Hafnarfjörð hef ég enga reynslu fyrir mér.
Eg veit ekki hvernig ég mundi fara að, ef ég væri prest-
ur í sveit.
Ætti ég nú svona að óreyndu að fara að setja upp
reglur og tala margt um það, hvernig þér, prestarnir, ætt-
uð að haga starfinu, er ég hræddur um að fyrir mér færi