Prestafélagsritið - 01.01.1919, Síða 54
MANNSSONURINN.
í HVERRI MERKINGU OG HVERS VEGNA NEFNDI JESÚS
SIG MANNSSONINN ?
Erindi flutt á synodus 1918 af S. P. Síuertsen.
Hver lesari nýja testamentisins kannast vel við ein-
Kennilegt orð, sem oft verður fyrir honum í guðspjöllun-
um; það er orðið mannssonur. Glöggur lesari nýja testa-
mentisins veitir því líka fljótt eftirtekt, að orð þetta ávalt
er haft með ákveðna greininum, og það er notað af Jesú
sjálfum, stendur í ummælum hans sjálfs, en er ekki not-
að af öðrum nm hann. Við nákvæma rannsókn sésl, að
þetta er svo föst regla, að að eins alls einu sinni kemur
orðið greinislaust fyrir í guðspjöllum vorum. Það er í Jó-
liannesarguðspjalli, þar sem sagt er, að guð hafi geíið syn-
inum vald til að halda dóm, því að hann sé mannsson-
ur (5, 27). Að eins ein undantekning er líka frá því, að
orðið sé í ummælum Jesú. Það er einnig í Jóhannesar-
guðspjalli, og orðið þar lagt mannfjöldanum í munn, en
sem orð, er Jesús noti, og mannfjöldinn þar látinn spyrja
Jesú, hver þessi mannssonur sé (12, 34). Þá vekur það
einnig athygli gaumgæfins lesara nýja testamentisins, að
Jesús segir hvergi berum orðum, að hann sé þessi manns-
sonur, en talar ávalt um mannssoninn í þriðju persónu, þó
á þá leið, að naumast þarf nokkur rök að því að leiða,
að hann eigi við sjálfan sig og engan annan.
Annars er eftirtektarvert, að mannssonarnafnið, að und-
anteknum örfáum tilvitnunum úr gamla testamentinu, að
eins einu sinni kemur fyrir i nýja testamentisritunum ut-
an guðspjallanna. Það er í frásögninni um Stefán píslar-
vott, í 7. kap. Postulasögunnar, þar sem skýrt er svo frá,
að Stefán hafi horft til himins, fullur af heilögum anda.