Prestafélagsritið - 01.01.1919, Qupperneq 59
Mannssonurinn.
55
hér er um að ræða, ritaðan á 1. öldinni fyrir Krists burð,
en þótt 4. Esrabók sé ekki samin fyr en eftir eyðingu
Jerúsalemsborgar, sennilegast um líkt leyti og Opinb. Jóh.,
þá kemur þar þó fram gyðinglegi hugsunarhátturinn eins
og hann í raörgu hafði mótast æðilöngu fyrir þann tíma.
Ummæli 1. Enoksbókar eru á þá leið, að enginn
efi getur á því leikið, hvernig hann skildi lýsinguna í
Daníelsbók. Sjáandinn sér þann er aldrað ber mjallahvítt
höfuð (þ. e. guð sjálfan), og hjá honum aðra veru, sem
manni líktist, og ásjóna veru þessarar var full yndisþokka
eins og hinna heilögu engla. Með sjáandanum var engill,
er sýndi honum alla leyndardóma. Sjáandinn spurði engil-
inn um þennan mannsson, hver hann væri, hvaðan hann
væri og hvers vegna hann gengi með hinum aldraða. Eng-
illinn var fús á að fræða um þetta og sagði, að þetta
væri mannssonurinn, sem réttlætið ætti bústað hjá og sem
opinberaði alla leynda fjársjóði þess; því drottinn andanna
hefði útvalið hann og hlutskifti hans væri frá eilífð öllu
æðra vegna réttlætis hans (46, 2 n).
Hér kynnumst vér hinni svonefndu opinberunarstefnu
innan síðgyðingdómsins, sem náði talsvert föstum tökum
á þjóðinni, eða að minsta kosti mörgum andlega sinnuð-
um mönnum meðal þjóðarinnar, á annari og fyrstu öld
fyrir Krists burð. En sú stefna hélt fram breyttum skoð-
unum á framtíðarkonunginum, Messíasi.
Að vísu var ekki nein fastmótuð skoðun á Messíasi á
síðgyðingdómstímabilinu, en svo er nefnt tímabilið frá
Makkabeauppreisninni til þess er ríki Gyðinga leið undir
lok árið 70 e. Ivr. í sumum ritum frá því tímabili er Mess-
íasar jafnvel alls ekki getið eða hans gætir h'tið. í öðrum
af síðgyðingdómsritunum gætir hans aftur á móti mikið
sem meðalgangara guðs, er framkvæma átti vilja hans.
Messíasarhugmyndir síðgyðingdómsins eru þannig á reiki,
næsta mismunandi og sífelt að breytast. En þó má aðal-
lega greina þar tvær stefnur næsta ólíkar: Önnur bregður
upp fyrir oss konungsmynd, mynd af voldugum drotnara,