Prestafélagsritið - 01.01.1919, Qupperneq 61
Mannssonurinn.
57
gerðu sér ekki í hugarlund, að hann ætti að fæðast á
}örðu sem maður, heldur átti hann skyndilega að koma
frá himnum, í skýjum himins, eins og talað var um í
Dan. 7. Því hvernig sem höfundur Daníelsbókar ætlaðist
til að sú líking yrði skilin, var hún í síðari opinberunar-
ritum heimfærð upp á Messías. í skýjum himins átti
Messías að koma til dóms, ekki að eins yfir óvinum ísra-
els, heldur yfir öllum heimi, sem alheimsdómari. Er þessu
víða lýst i 1. En., meðal annars með svofeldum orðum:
»Hann sellist í hásæti dýrðar sinnar, og allur dómur var
honum, mannssyninum, á hendur falinn, og hann lét
syndarana og þá sem heiminn höfðu afvegaleitt, hverfa
frá yfirborði jarðarinnar og eyðast« (69, 27). »Drottinn
andanna setti hann í hásæti dýrðar sinnar. Anda rétt-
lætisins var yfir hann úthelt; ræða munns lians deyddi
alla syndara og allir ranglátir eyddust fyrir augliti hans«..
»Réttlátlega er dæmt frammi fyrir honum« (62, 2 — 3).
Ranglátir verða fj’rir maklegri hegningu, en »réttlátir og
útvaldir munu á þeim degi frelsaðir verða og munu upp
frá því aldrei framar syndarana og hina ranglátu augum
líta. Og drottinn andanna mun búa yfir þeim, og þessum
mannssyni munu þeir samneyta og hvílast og rísa upp til
eilífðar. Og réttlátir og útvaldir munu reisa sig frá jörðu
og höfuð þeirra hætta að drúpa. Og þeir munu skrýddir
verða dýrðarklæðum« (62, 13 nn.). Um hann stendur þar
enn fremur: »Vald hans nær til allra leyndardóma rétt-
lætisins og ranglæti mun flýja burt eins og skuggi og
ekkert viðnám veita, því hinn útvaldi stendur frainmi
fyrir drotni andanna og dýrð hans er frá eilífð lil eilífðar
og vald hans frá kynslóð iil kynslóða« (49, 2). — Messías
er því ekki að eins dómarinn, sem guð sjálfur hjfir sett
i hásæti sitt og falið allan dóm, heldur llytur hann hin-
um guðhræddu og öllu sköpuðu gæði hjálpræðisins. Þetta
kemur fagurlega fram í 48. kap. 1. Enoksbókar í þessum
orðum: »Hann skal verða heilögum og réttlátum stafur
að styðjast við, svo þeir verjist falli; hann skal verða tjós