Prestafélagsritið - 01.01.1919, Qupperneq 62
58
S. P. Sívertsen:
þjóðanna og von þeirra, er bera sorg í brjósti« (v. 4). Og
þessu er einnig lýst í 4. Esrabók 13. kap. Par er í sýn
lýst veru, likri manni, er íljúgandi kom í skýjum himins.
Bifaðist alt fyrir augnaráði verunnar og alt bráðnaði fyrir
röddu bennar og rann sundur sem vax fyrir eldi. Safn-
aðist mikill her móti verunni, en hún eyddi honum með
eldslogum úr munni sér, en safnaði því næst fjölmennum
og friðsömum her að sér. — Utskýrir höf. sjálfur sjTn þessa
á þá leið, að vera þessi sé sá, sem hinn hæsti hafi varð-
veitt um aldir; ætli hann sér fyrir hann að endurleysa
skepnuna; þeir dagar muni koma, þegar hinn æðsti muni
endurleysa jarðarbúa (v. 26 og 29). — Kemur þarna fram
sú skoðun, að Messías eigi að verða endurlausnari heims-
ins. Eins og dómur hans nær til allra, nær einnig hjálp-
ræði hans til allra manna og þjóða.
Sést af þessu hve skoðanir opinberunarstefnunnar voru
miklu andlegri og víðfeðmari, en þjóðarbundnu vonirnar
um herskáa konunginn af Davíðsætt, Davíðssoninn jarð-
neska. — En það sem oss varðar mestu í þessu sam-
bandi er það, að mannssonarnafnið skuli einmitt vera eitt
af Messíasarheitum þessarar stefnu á uppvaxtarárum frels-
ara vors. —
Pá er að athuga ummœli Jesú í guðspjöllunum þar sem
hann notar mannssonarheitið.
Pau má flokka í þrent.
Fyrst eru ummæli þau, er tala um starfandi mannsson-
inn. Sá er sáir góða sæðinu í akurlendi mannshjarlnanna,
er mannssonurinn (Mt, 13, 37). Hann kom til að þjóna
öðrum (Mk. 10, 45), kom til að leita að hinu týnda og
frelsa það (Lk. 19, 10). Og enda þótt mannssonurinn ætti
hvergi höfði sínu að að halla (Mt. 8, 20), hafði hann þó
vald til að fyrirgefa syndir og var jafnvel herra hvíldar-
dagsins (Mk. 2, 10, 28).
Pá eru ummælin um líðandi mannssoninn, þar sem
Jesús segir lærisveinum sínum, að mannssonurinn ætti
margt að líða og honum að verða útskúfað af öldungun-