Prestafélagsritið - 01.01.1919, Page 63
Mannssonurinn.
59
um og æðstu prestunum og fræðimönnunum og hann
deyddur verða, en risa upp eftir þrjá daga (Mk. 8, 31
°. v.).
Loks eru ummælin um dýrðlega marmssoninn. Par talar
Jesús um mannssoninn komandi í dýrð föður síns með
heilögum englum (Mk. 8, 38), komandi í skj’jum með
miklum mætti og dýrð (Mk. 13, 26), sitjandi lil hægri
handar máttarins og komandi í skj'jum himins (Mk. 14,
62). —
Nú vil ég láta hér staðar numið við athugun hinna
nefndu þriggja undirstöðuatriða, og snúa mér að spurn-
ingum þeim, er voru aðalviðfangsefni mitt.
Sný ég mér þá fyrst að fyrri spurningunni: I hverri
merkingu nejndi Jesás sig mannssoninn?
Aðallegast er þar um tvær skoðanir að ræða. Önnur
skilur Jesú svo, að hann með mannssonarheitinu haíi
viljað leggja áherzlu á mannlegt eðli sitt, talað um sig
sem sannan mann, sem ekkert mannlegt áliti sér óvið-
komandi. Hin skoðunin heldur hinu gagnstæða fram, að
Jesús einmitt með þessu heiti hafi viljað gefa til kynna,
að hann væri sér þess meðyitandi að hann væri hinn
fyrirheitni Messias þjóðar sinnar.
Meðan menn þektu ekki sögulegan uppruna manns-
sonarheitisins, en höfðu gríska orðið eitt að halda sér
við, var vel skiljanlegt að menn gætu komist að þeirri
niðurstöðu, að Jesús með heitinu héldi fram mannlegri
hlið eðlis sins. En eftir að mönnum er kunn orðin not-
kun orðsins hjá Gyðingum fyrir og um það leyti, sem
Jesús kom opinberlega fram, víkur þessu alt öðru vísi
við. Þá verður bert, að Jesús með lieiti þessu hefir gert
tilkall til Messíasartignar. Enda bendir notkun greinisins
ákveðið í þá átt. Með honum er gefið til kynna, að átt
sé við ákveðna hugmynd, sem þekt var og sögulega mót-
uð. Eins og enginn Gyðingur á þessu umgetna timabili
gat verið í nokkrum efa um, að þegar talað var um »dag-
inn«, var átt við dómsdag, þegar talað var um »fæðingar-