Prestafélagsritið - 01.01.1919, Síða 64
60
S. P. Sívertsen:
hríðarnar«, var átt við tákn þau og fyrirburði, er áttu að
eiga sér stað áður heimurinn færist og Messíasarvonirnar
rættust, — eins gat hver Gyðingur, sem þekti ummæli Dan-
íels og opinberunarritanna um mannssoninn, skilið við
hvað var átt með mannssonarheitinu í ummælum Jesú.
Og því síður varð á þessu vilst, þar eð ummæli Jesú um
dj'rðlega mannssoninn beinlínis benda til orða Daníels-
bókar. Dan. 7 varpar skæru Ijósi yfir ummælin um
mannssoninn komandi í skýjum himins. Lýsingarnar í 1.
Enoksbók varpa einnig Ijósi yíir ummæli Jesú um starf-
andi og dýrðlega mannssoninn, einkum þó yíir ummæl-
in í Jóhannesarguðspjalli um mannssoninn, er áður hafi
verið hjá guði í fortilveru, sem stigið hafi niður af
himni og aftur stigið upp til himins (3, 13).
Það er að eins annar ílokkur ummæla Jesú, um líð-
andi mannssoninn, sem hér valda erfiðleikum að því
leyti, sem hvorki er hægt að skýra þau með liliðsjón af
Daníelsbók, 1. Enoksbók, né öðrum ritum síðgyðingdóms-
ins. Þau ummæli verða að eins skj'rð með hliðsjón af
Ij'singu Devtero-Jesaja á hinum líðandi þjóni Jahve (Jes.
53). Slikt ósannar þó ekkert um það, að Jesús hafi notað
mannssonarheitið í Messíasarmerkingu opinberunarritanna,
heldur sýnir að eins, að Jesús í ummælum sínum helir
sameinað lýsingar Daníels og opinberunarritanna á dýrð-
lega mannssyninum og lýsingu Jesaja á líðandi þjóninum.
Þó er eitt, sem í fljótu bragði gæli virst mótmæla því,
að Jesús hafi notað mannssonarheilið í þessari merkingu,
þrátt fyrir sögulega mótun hugmyndanna, sem við orðið
eru bundnar. Og þetta eina er frásögn þriggja fyrstu guð-
spjallanna um samtal Jesú við lærisveinana norður við
Sesarea Filippi. Ollum þremur guðspjöllunum kemur
saman um, að Jesús hafi þá Iagt fyrir lærisveinana
spurninguna um, hvern menn segðu hann vera. Þeir
svöruðu honum, að sumir héldu að hann væri Jóhannes
skírari, aðrir að hann væri Elía, en aðrir, að hann væri
einn af spámönnunum. Pá spurði hann þá, hver þeir