Prestafélagsritið - 01.01.1919, Page 65
Mannssonurinn.
61
segðu að hann væri. Pétur svaraði fyrir sjálfan sig og
hina lærisveinana: wÞú erl hinn Smurði«. Og Jesús lagði
í'íkl á við þá, að segja engum neitt um sig. Þannig skýrir
Markúsarguðspjall frá samtali þessu. En Mattheusarguð-
spjall, sem nokkuð á annan veg skýrir frá samtalinu,
endar frásögnina með því, að Jesús hafi boðið lærisvein-
um sínum, að þeir segðu engum, að hann væri hinn
Smurði.
Þessi viðburður norður við Sesarea Filippí verður í
aðalatriðunum ekki vefengdur. Þótt hver guðspjallamann-
anna hafi að einhverju levti sitt orðalag á frásögninni og
fleira beri á milli, ber þeim þó fyllilega saman um aðal-
atriðið i þessu samtali, um spurningu Jesú til lærisvein-
anna, um álit fjöldans, og álit þeirra sjálfra á því, hver
hann væri. En þessi spurning Jesú við lok starf-
semi hans í Galíleu hefði verið algerlega fánýt og óskilj-
anleg, ef Jesús fyrir þann tima hefði verið búinn að segja
lærisveinum sínum hvern hann teldi sig vera eða fvrir
þann tíma hefði notað um sjálfan sig heiti, sem ýmsir
eða jafnvel margir þátímamenn liefðu kannast við sem
eitt af Messíasarheitunum. Enda benda orð Jesú til Pét-
urs, þau er Mattheusarguðspjall getur um í þessu sam-
bandi, ótvírætt til þess, að frá Jesú hafi Pétur ekki haft
vitneskju um Messíasarvitund hans, Jesús hafi ekki sagt
honum neilt í þá átt. »Sæll ert þú, Simon Jónasson, því
að hold og blóð hefir eigi opinberað þér það, heldur faðir
minn í himnunum«, eru orð Jesú samkvæmt frásögn Matt.
Spurningin umgetna verður þá fyrst eðlileg og skiljan-
leg, hafi Jesús á undan henni alls ekki gefið til kjmna
hvern hann teldi sig vera og ekki heldur fyrir þann tíma
notað um sjálfan sig heili, er hafði Messíasarmerkingu
meðal landa hans eða húast mátti við að lærisveinar hans
skildu í þá átt. En nú skýra heimildir vorar svo frá, að
Jesús hafi notað heitið um sjálfan sig áður en liann lagði
spurninguna umgetnu fyrir lærisveina sína. Þetta hefir
leilt suma skýrendur til þeirrar ályktunar, að Jesús hafi