Prestafélagsritið - 01.01.1919, Síða 66
62
S. P. Sívertsen:
hlotið að nota orðið í annari merkingu en um sig sem
Messías. Hér virðist því vera um talsverða erfiðleika að
ræða, eins og hvað sé á móti öðru, annarsvegar upplýs-
ingar þær, sem rit síðgyðingdómsins gefa oss um merk-
ingu orðsins á dögum Krists, og hins vegar frásögn guð-
spjalla vorra um það, sem átti sér stað norður við Sesa-
rea Filippí.
Út úr þessum ógöngum hefir að eins fundist ein fær
leið, sú að leggja áherzluna á frumleik Markúsarguðspjalls.
Par kemur mannssonarnafnið að eins fyrir á tveim stöð-
um á undan játningu Péturs og eru hvorutveggju þau
ummæli í öðrum kapítula guðspjallsins (2, 10, 28). Pegar
þess er gætt, að Markúsarguðspjall hefir ekki alstaðar við-
burðina í réttri röð, eins og sjá má í 3. kap. (3, 6, sbr.
12, 13), væri hugsanlegt að nefndu ummælin í 2. kap.
liefðu einnig komist í ranga tímaröð hjá guðspjallamann-
inum. Yrði þá mögulegt að ráða fram úr nefndum erfið-
leikum á þann hátt, að Jesús hafi ekki notað heiti þetta
fyr en hann norður við Sesareu Filippí hafði viðurkent
fyrir lærisveinum sinum, að hann væri Messías. Guðspjalla-
mennirnir hefðu þá ranglega lagt Jesú heiti þetta i munn
fyrir þann tíma, og getur það naumast hneykslað neinn,
sem til þess hugsar, hve ósennilegt er, að þeir, sem heyrðu
prédikun Jesú, hafi í hvert sinn nákvæmlega sett á sig,
hvort hann einmitt í þessari setningunni hafi notað nafn-
ið mannssonurinn, en í hinni orðið ég. Að svo haíi ekki
verið, sést meðal annars berlega ineð samanburði á orða-
lagi í spurningu Jesú við Sesareu Filippí eftir frásögn
Markúsarguðspjalls og Matteusarguðspjalls. Markúsarguð-
spjall segir oss, að Jesús hafi spurt: »Hvern segja
menn mig vera?« En í Matteusarguðspjalli er spurningin
orðuð: »Hvern segja menn mannssoninn vera?« Af þessu
sést, hve varhugavert væri að draga ákveðnar ályktanir
út af því að mannssonarheitið kemur fyrir í guðspjöllum
vorum áður en Jesús hafði játað Messíasarvitund sína
fyrir lærisveinunum.