Prestafélagsritið - 01.01.1919, Page 74
70
Ásmundur Guðmundsson:
yfir þjáningar mannanna, gefur hungruðum að eta, þyrst-
um að drekka og klæðlitlum búnað, vitjar í bágindum,
hjúkrar í veikindum, huggar í sorgum, þerrar lár og
læknar sár? Hvers vegna er eigingirnin svo miklu sterkari
en hann? Af því, af því einu, að mennirnir leita ekki
fyrst guðsríkis. Þannig er það í raun og veru og ég hugsa
tæpast að nokkurt af oss geti sagt: Ég á enga sök á því.
Þó hefir einn lifað svo hér á jörðu, að hann í öllu
leitaði fyrst guðsríkis, og sýnt oss með því og sannað,
að það er mögulegt. Það var Jesús Kristur. Hann
horfði djúpt inn í sálir mannanna og þekti spillingu
þeirra og mein. Hann vissi að það var eitt, sem gat
hjálpað þeim og gert • þá að nýju mannkyni, betra og
guði líkara. Faðir hans hafði opinberað lionum það, að
jörðin mundi verða eins og nýr og bjartur heimur laug-
aður í Ijósi og lífi frá honum, ef mennirnir leituðu æfin-
lega fyrst ríkis lians, að það mundi breyta hverjum dauð-
•ans skuggadal í himneska paradís. Þegar hann er orðinn
fulltíða segir hann mönnunum þetta: »Leitið fyrst guðs-
rikis og réttlætis hans og þá mun alt þetta veitast yður
að auki<(. Og margir þeirra lirífast með af orðum hans,
én falla flestir frá aftur. Það eru að eins nokkrir alþýðu-
menn, sem vilja fylgja honum að staðaldri, þó að þá
bresti stundum þrek til þess. Hann leitar í öllu fyrst
guðsríkis. Hann yfirgefur heimili sitt og ættingja, hann á
heima þar sem hann getur líknað mönnunum, boðað
þeim frið og fyrirgefningu, þó liann eigi hvergi höfði sínu
að að halla. Og það er matur lians að lækna mein
mannanna. Hann gengur sína braut beint og óhikað inn í
opinn dauðann. Þannig hlaut hún að enda æfin hans hér
á jörðu. Mennirnir þoldu honum það ekki að leita fyrst
guðsríkis, leita þess og einskis annars.
En þeir fjdgdu honum samt sem áður fáeinir. Þeir gátu
ekki staðist boðskap hans er hann hafði staðfest hann
og helgað með dauða sínum og upprisu. Síðan hefir hann
á hverri öld, guði sé lof, ált trygga lærisveina, sem hafa