Prestafélagsritið - 01.01.1919, Page 75
71
Leitið fyrst guðsríkis.
í fylstu alvöru viljað leita guðsríkis fyrst af öllu, þó eng-
um auðnaðist að komast nálægt fullkomnun hans. Á sum-
um tímum liafa jafnvel lieilir flokkar af mönnum metið
alt sem liégóma hjá því að Ieita guðsríkis. Þannig var
það t. d. þegar kaþólskan stóð í mestum blóma á mið-
öldum. Oss hefir sumum verið kent að líta á hana eins
og mikla villu og fráhvarf frá guði, að einsetulifnaðurinn,
munklífið og ýmsar aðrar lireyfingar hafi stafað af fávizku,
ofstæki og hjátrú. Og nokkuð kann að vera hæft í því.
En andinn, sem kom því öllu af stað, mun þó hafa verið
einlæg viðleitni á að leita guðsríkis fyrst. Vér sem kristin
teljumst nú á dögum, hljótum mörg að kannast við það
með kinnroða, að löngunin til þess að leita fyrst guðs-
ríkis er ekki eins heit og sterk hjá oss sjálfum. Ég minn-
ist orða eftir einn kennara minn, sem nú er nafnkunnur
um heim allan. Hann kemst svo að orði: »Trúin var eitt
sinn eldstólpinn sem fór fyrir mannkyninu á förinni þess
miklu gegnum söguna og vísaði því veginn. Nú er hún
áþekkust sjúkravagni, hann fylgist með á eftir og tínir
upp þá, sem örrriagna eru og særðir. þetta er einnig mik-
ið starf, en það er ekki nóg«. Svo bætir hann við og er
það því eftirtektaverðara sem hann telur sig ekki vera
kristinn mann: »En þegar trúin hefir Iétl af sér öllu
dauðu verðmæti þá mun liún aftur i nánu sambandi við
gott siðferði verða að afli, sem leiðir mennina áfram«.
Ég er að vona, þó vonin sé veik með köflum, að heims-
styrjöldin mikla sé fæðingarhríðir slíkra tíma, að liðnar
þrautir og hörmungar muni knýja mennina, þegar æðið
er runnið af þeim, til þess að leita guðsríkis. Eg veit að
kraftur trúarinnar lifir enn, ég veit að út um allan heim
er ósýnilegt félag kristinna manna, sem vill leita fyrst
guðsríkis og helga því alla krafta sína og á hið mesta
framtíðarstarf fyrir höndum. Ég þykist jafnvel sjálfur hafa
séð eitthvað af slíkum mönnum, mönnum sem telja það
eitt vera hamingju, að mega fórna öllu fyrir guðsríkið.
Og ég veit, að innan um kuldann og skeytingarleysið er