Prestafélagsritið - 01.01.1919, Page 76
72
Ásmundur Guðmundsson:
til — bæði í kaupstöðum og sveitum — mikið af líknar-
hug, þegjandi samtökum um að hjálpa og hugga, mikift
af óeigingirni, sem leilar þess sem gott er, vill gefa öðr-
um og gleðja. Ég gæti nefnt ýms dæmi þess tekin beint
úr daglega lífmu, dæmi um hugsunarhátt, sem ekki er
fjærri guðsríkinu eða því, að vilja leita þess fyrst.
»Leitið fyrst guðsríkis«, sagði Jesús Kristur. Eigurn vér
þá að draga úr kröfunni og fylgja henni að eins að ein-
liverju litlu leyti. Oss mundi iðra þess síðar. Ég vil benda
yður á kvæði eftir indverskt skáld, eitlhvert bezla skáld-
ið, sem nú er uppi í heiminum. Það lýtur að þessu sama.
Skáldið er fyrst að lýsa því, hvernig það hafi verið á
betliför og þá alt í einu séð gullinn vagn koma i Ijós í
fjarska eins og bjartan draum og færast nær. Pað var
konungur konunganna. Og skáldið heldur áfram að
segja frá:
»Vagninn nam staðar þar sem ég stóð. Þú leizt á mig
og steigst brosandi út úr vagninum þínum. Ég fann að
hamingja æfi minnar var nú komin að lokum. Þá réttir
þú alt í einu fram hægri hendina og sagðir: Hvað hefir
þú að gefa mér?
Æ, hversu konungleg hugsun, að rétta hendina að betlara
til þess að betla. Það kom fát á mig og ég slóð hikandi,
svo tók ég hægt upp úr betlimal mínum allra minsta korn-
ið og gaf þér það.
En hversu mikil varð ekki undrun mín, þegar ég und-
ir dagslokin læmdi mal minn á gólfið og fann agnarsmátt
gullkorn innan um ruslið fátæklega. Það setti að mér
beiskan grát og ég óskaði þess, að ég hefði haft hug til
að gefa þér alt sem ég átti«.
Leitið fyrst guðsríkið. Gefið guði alt og þá mun hitt
veitast yður að auki.
En hvernig eigum vér að geta það? Ekki verður þeim
breytt lífskjörunum, sem vér búum við. Það eru kringum-
stæðurnar, sem binda oss. Ekki má heimilisfaðirinn hætta
að hugsa um sin störf, eða húsmóðirin, eða stjórnendur