Prestafélagsritið - 01.01.1919, Page 77
Leitið fyrst guðsríkis.
73
þjóðanna, eða yfirleitt nokkur hinna. Ekki mega þau öll
segja : Héðan í frá ætla ég að snúa liuganum frá þessu
og leita fyrst guðsríkis. Ekki getum vér neitað þeim um
áheyrn skyldunum, sem kalla að, og sagt: Sjáið þið oss
i friði, vér erum að leita guðsríkis. Vér hvorki viljum né
getum dregið oss út úr heiminum, eins og gjört var áður
fyr. Reynsla annara sýnir það að vísu, að þeir gátu leit-
að fyrst guðsríkis. En er nokkur vegur til þess fyrir oss?
Já, það er mögulegt bæði fyrir þig og fyrir mig. Hvernig
þá? Hvaða vegur er til þess?
Mér skilst að ég sjái veg til þess, og vona að yður geti
orðið það að einhverju liði, að ég segi frá því. Oss vant-
ar nýtt sjónarmið. Vér þurfum að læra að lita öðrum augum
áheiminní kringum oss og líf mannanna. Vér verðum að
eignast nýja lífsskoðun í samhljóðan við kenning Krists.
Getur enginn, sem komið hefir auga á þá lífsskoðun, full-
þakkað guði föður fyrir að hafa birt sér það, er hann uni
glaður við í lífi og dauða og hverju því, sem að hönd-
um ber. — —
Vér eigum heima í guðsríki. F*að er alstaðar í kringum
oss. Guðsríki er 'auðvitað alstaðar þar, sem guðs vilji
ræður. Hvert sem vér lítum sjáum vér guðsríki. Það er
sagt þegar einhver deyr, að nú sé hann kominn til guðs,
en það má einnig segja um oss hin, sem eftir lifum. Vér
erum bjá guði, heima hjá guði, mitt inni i riki hans, því
að það er ekki að eins á himnum, heldur einnig á jörð-
inni. Guðsrikið — það er hérna. Eg skal nefna dæmi, ef
einhverjum þælti ég þá tala Ijósar. Fyrsta sunnudaginn,
sem ég kom að Helgafelli til guðsþjónustu, gekk ég upp
á fellið í björtu og góðu veðri. Þaðan blasti við mér ó-
gleymanleg sjón, fögur með afbrigðum og tilkomumikil.
Ég horfði yfir eyjaklasann, sem fjörðurinn laugar, og und-
irlendið meðfram honum alla leið inn til dala, og sólin
helti úr heiði á það gulli sínu. Ég sá fjölda af bæjum með
grænum túnum. Og ég sá meira, því að guð lofaði mér
það. Hann lét birta enn betur fyrir augum minum. Ég sá