Prestafélagsritið - 01.01.1919, Qupperneq 78
74
Ásmundur Guðmundsson:
guðsríki. Þetta var yndislegur hluti af guðsríki. Hver blelt-
ur og bær eða hús var ofurlítill hluti af guðsríki.
Já, svona er það í raun og veru. Þér eigið öll heima í
guðsríkinu. Heimilisfaðirinn, húsmóðirin, börn þeirra og
heimamenn, þau eiga þar hvert sinn reit að vinna í og
augu guðs vaka stöðugt yfir þeim. Hafið þetta hugfast jafn-
an og það mun hafa mikil áhrif á líf yðar. Það er eins
og öll tilveran breytist í augum yðar og fái annan svip,
eins og hvað eina birtist með fegurri blæ yfir sér. Þér fá-
ið nýja og skarpari sjón og sjáið, hvernig þér eigið að
leila fyrst guðsrikis hvert og eitt. Heimilisfaðirinn sér það,
að guð ætlar honum að leita rikis síns með því að liugsa
um heimilið og vinna fyrir það, það er leiðin, sem hann
á að ganga, enginn getur komið í hans stað. Honum er
fengið guðs verk að vinna og hann spyr um það eitt, hvað
sé guðs vilji. Hann lifir og andar í guðsríkinu. Eins er
um húsmóðurina. Guð hefir gefið henni þennan verka-
hring þar sem svo margt kallar að. Hún fagnar yfir því,
hversu börnin og aðrir verða að leita til hennar. Hún
sér að hún á að leita fyrst guðsríkis með því einu, að
vera húsmóðir í samhljóðan við vilja guðs. Og hinir aðrir,
sem eiga ákveðnum störfum að gegna, vilja leita fyrst
guðsríkis í sínu starfi, en finnist þeim það ekki geta sam-
rýmst því, þá fá þeir sér annað betra starf. Þá verða það
ekki að eins fáeinar stundir, sem ætlaðar eru til bæna og
leitar að guðsríki, heldur verður öll ælin þegjandi bæn
og leit að guðsríki. Þá verður æfinlega spurt um það eitt,
hvað sé guðs vilji, eða livað Jesús Kristur mundi hafa
gert, hann sem í öllu leitaði fyrst guðsríkis. Þá skiljið þér
betur og betur, að það er alveg sama að leita guðs vilja
og að leita guðsríkis, og guðsríkið í hjarta yðar rennur
saman í eitt við guðsríkið alt í kringum yður. Þá sjáið
þér glögt að ekkert fær grandað yður, hvorki um tíma né
eilífð. Þótt yður mæti tjón og eignamissir og þér verðið
að búa við fátækt, þá sakar það lítið. Þér eruð rík fyrir
því. Þér eigið það sem betra er. Þér leitið guðs ríkis og