Prestafélagsritið - 01.01.1919, Síða 80
UM NOKKUR SIÐFERÐISBOD JESÚ
Eftir séra Ásmund Guðmundsson.
í yndislega fallegri prédikun eftir Jón Bjarnason, sem
heitir: Uppgangan á ey eilífðarinnar, er því líkt við
hamra og hengiflug, sem þungt er og torskilið í kristin-
dóminum; þar sé engum fært að komast upp, heldur
verði menn að leita að greiðari leiðum og auðsóttari upp
á ey eilífðarinnar. En eins víst og þetta er satt og rétt,
þannig getur þó engum kristnum manni gleymst það að
staðaldri, að liamrarnir og hengiflugin eru til og styðja
eyna eins og traustur veggur. Einkum á þetta heima um
það, sem þungt er og torskilið í orðum Jesú sjálfs. Alt
hlýtur það að vera runnið af sömu rót og hitt, sem hvert
barnið skilur. Alt er talað af einum og sama anda, í öllu
kemur lifandi guð sjálfur á móti oss. Þess vegna er oss
einnig nauðsyn á að gera oss nokkra grein fyrir því.
Langar mig til þess að reyna að gera einhverjum þeim,
er þetta lesa, ofurlítið ljósari sum af siðferðisboðunum
Jesú þungskildu.
Þessi boð Jesú eru fyrst og fremst svo ströng, að enn
virðist mönnum, eins og iærisveinunum fyrstu, ókleift að
lifa eftir þeim; þau fari jafnvel í bág við það, sem sé
bein siðferðisskylda. Svo virðast þau ekki alstaðar vera í
samhljóðan við framkomu Jesú sjálfs í lífinu.
Ýms orð Jesú benda til þess, að menn skuli snúa baki
við heiminum og gæðum hans. Feir eigi ekki að safna sér
fjársjóðum á jörðu, heldur á himnum. Því að þar sem
fjársjóður þeirra sé, þar muni einnig hjarta þeirra vera.
Þeir skuli hvorki binda hug sinn við eignir, atvinnu né