Prestafélagsritið - 01.01.1919, Page 82
78
Ásmundur Guðmundsson:
hver kemur til mín«, segir hann, »og hatar ekki föður
sinn og móður og konu og börn og bræður og systur og
jafnvel einnig sitt eigið líf, hann getur ekki verið lærisveinn
minn«. f*etta virðist ná til allra lærisveina hans undan-
tekningarlaust, Ættum vér þá að snúa baki við því, sem
oss þykir vænst um á jörðunni? Er ekki kona og börn
og ættingjar dýrasta gjöfin, sem guð hefir gefið oss? Og
svo eigum vér að hata þau vegna Krists?
Og enn segir hann, að vér skulum ekki rísa öndverð
gegn þeim, sem séu oss til meins eða ama. Séum vér
lögsótt um kyrtilinn þá skulum vér einnig sleppa yfir-
höfninni, neyði einhver oss um fylgd eina mílu þá förum
með honum tvær. Slái einhver á hægri kinnina þá skuli
einnig snúa hinni að honum. Hvernig mundi réttarfarið
verða í löndunum, ef því yrði hagað eftir þessu?
Hins vegar birtist svo vilji Jesú í annari mynd. Fram-
koma hans sjálfs virðist hafa farið talsvert í aðra átt en
þessi boð hans. Hann sneri ekki baki við veröldinni né
glaðværð lífsins. Hann horfði vinaraugum á heiminn og
sá glögt fegurð hans og yndi. Honum þótti vænt um
náttúruna og var tamt að taka þaðan dæmi til þess að
gera mönnunum Ijós sannindi guðsríkis. Hann hugsaði
ekki að eins um sálina, heldur einnig um líkamanm
Hann læknaði þá, sem sjúkir voru, og gaf svöngum
mönnum að borða. Guðhrædda fólkið á þeim tímum taldi
liann margt veraldarmann. Hann vildi að lærisveinar sínir
væru glaðir og hirti ekki um, að þeir föstuðu. Hann var
kallaður átvagl og vínsvelgur. Hann sat vegleg boð með
höfðingjum. Hann var tíður gestur á efnaheimili í Betaníu
og verður þess hvergi vart, að hann hafi ætlast til að
húsráðendurnir afsöluðu sér eignum sínum. Og hann sem
bauð mönnum að yfirgefa nánustu ættingja sína og heim-
ili sitt, hann tók börnin í fang sér, lagði hendur yfir þau
og blessaði þau. Hann talaði fallegustu og innilegustu
orðin um ástina og hjónabandið, sem nokkurn tíma hafa
verið sögð: aÞað sem guð hefir tengt saman, má eigi