Prestafélagsritið - 01.01.1919, Page 83
Um nokkur siðferðisboð Jesú.
79
maður sundur skilja«. Hann hélt einbeittlegar fram skyld-
um barna við foreldra sína heldur en nokkur annar. Og
samfélagi sínu við guð líkti hann við kærleikssambandið
á milli föður og sonar. Enn býður hann ekki liina kinn-
ina þegar þjónn æðsta prestsins slær hann, heldur spyr
hann hvers vegna hann slái sig.
Hvernig geta allar þessar þungu mótsagnir, er virðast
vera, runnið saman í eilt fyrir oss? Hvernig getum vér
komið auga á einn guðlegan vilja alstaðar á bak við?
A öllum öldum kristninnar hafa menn verið að leitast við
að greiða úr þessari miklu vandaspurningu. Postulakirkj-
an á þar sina sögu, kaþólskan og mótmælenda kirkjan,
en það yrði of langt mál að ætla sér að rekja hana hér.
Og enn í dag eru menn að Ieggja inn á nýjar brautir til
þess að reyna að gera sér grein fyrir spurningunni. Sumir
hafa bent á það, að siðferðisboð Jesú væru gefin einni
sérstakri þjóð, Gyðingaþjóðinni, og væru þar af leiðandi
algerlega miðuð við það ástand, sem átli sér stað á hans
dögum. Aðrir aftur á móti hafa sagt, að orð Jesú hafi
fengið þennan sérstaka blæ yfir sig, af því að hann hafi
litið svo á sem heirnsslit væru í nánd. Kenning hans hafi
öll mótast af því og þó einkum þessar skilyrðislausu
kröfur hans um að safna ekki auði á jörðu, slíta sig frá
konu og börnum og annað því um líkt. En allar slíkar
tilraunir til þess að skýra orð Jesú þannig fyrir oss, að
þau standi ekki í jöfnu gildi fyrir alla tíma, láta þau
engan veginn ná rétti sínurn. Þó Jesús hefði komið fram
í öðru landi og á öðrum tímum, þó hann kæmi nú um
þessar mundir fram í lieiminum, þá mundu boð hans
vera nákvæmlega í sama anda. Búningurinn sem þau
birtast i, mundu að eins nokkuð breytast. Því að orð
Krists lúta að því, sem dj7pst er í hverri mannssál, að
þessum insta kjarna manneðlisins, sem aldrei breytist
hvernig sem árin og aldirnar líða. Fagnaðarerindi hans
er alt miðað við innri heim mannsandans, sem er og