Prestafélagsritið - 01.01.1919, Side 84
80
Ásmundur Guðmundsson:
verður hinn sami frá einni kynslóð til annarar. Það lætur
sama guðs liimin hvelfast yfir öllum, himin eilífðarinnar
og kærleikans. Hver mannssál er þannig stilt í upphafi,
að fagnaðarerindið geti látið alla dýpstu strengina hennar
bærast. Á þessu byggist eilíft gildi þess.
En það, sem engin af þessum tilraunum getur skýrt,
það gerir Jesús sjálfur. Það sem hulið er spekingum og
hyggindamönnum, getur hann opinberað smælingjunum
og þeim, sem fáfróðir eru. Enginn sem sezt í auðmýkt
við fætur honum og biður hann að segja sér þetta, fer á
mis við svar hans. Hann segir í raun og veru það sama
við alla. Hann bendir þeim á nýja leið til þess að skilja
boðin sín og finna, að þau eru öll eitt, runnin af sömu
rót. Hann bendir þeim á reynsluleiðina. Þeir skuli reyna
að lifa eftir kenningu sinni og vita svo, hvað þeir fái að
sjá. »Ef sá er nokkur«, segir hann, »sem vill gera vilja
hans, hann mun komast að raun um, hvort kenningin er
frá guði, eða ég tala af sjálfum mér«.
Ég er sannfærður um það, að hver sá maður, sem
leitar guðs einlæglega, muni finna hann. Eg á ekki við
það, að hann leiti hans að eins um stund, heldur að
hann láti líf sitt beinast inn á þær brautir, að öll æfi
hans upp frá því verði ekki annað en leita að guði — og
finna hann. Hann finnur guð þar sem Jesús er. Það sem
Jesús segir, það sem hann er og vinnur og það sem hann
líður, það leiðir hann alt til guðs. Hjá oss öllum undan-
tekningarlaust er gróðursettur hæfileiki til þess að verða
góð og eins og guð vill. Að sönnu brestur ósegjan-
lega mikið á, að vér vitum æfinlega með ábyggilegri vissu,
livað sé gott. En það getur runnið upp fyrir oss eins og
sólin í lífi voru. Og Jesús er sól vor og dagur. Vér sjáum
þar sem hann er vilja guðs opinberast fyrir oss átakan-
lega skýrt. Hvergi í allri veraldarsögunni birtist guð sjálfur
oss jafn-greinilega. Jesús sýnir oss og sannar vilja hans.
Hjá honum einum finnum vér, hvernig guðs vilji verður
svo á jörðu sem á himnum. Hann einn er oss heilög,