Prestafélagsritið - 01.01.1919, Qupperneq 85
Um nokkur siðferðisboð Jesú.
81
fullkomin opinberun um siðferðiskröfur guðs. Og sá sem
vill gera vilja lians mun altaf komast betur og betur að
raun um, að kenning Jesú er öll frá guði.
Þegar oss svo er orðið þetta Ijóst, þá fer oss talsvert
að óra fyrir, hvað felast muni í siðferðisboðunum þung-
skildu og hvernig standi á þeim. Þau eru töluð við sér-
slök tækifæri til þess að láta menn finna svo guðs vilja, að
þeir vakni við, en þó eiga þau við á öllum tímum. Þau eru í
líkutn anda og sum orð Jesú önnur, vér getum kallað þau
fjarstæðuorð, þ. e. a. s. crð sem eru of mikil til þess að
vera tekin í þröngri bókstafsmerkingu, og yrðu þá fjar-
stæða, en hafa að geyma andlega skilin heilög sannindi
frá guði, er ekki verða sögð svo ógleymanlega og rétt á
annan hátt. Þau eru eins og ægilega björt leiftur frá guði, sem
er ætlað að láta vilja hans snerta hjörtu mannanna. Þau
sýna oss hversu skilyrðislaust vér verðum að beygja vorn
vilja undir guðs vilja. Þar má engin minsta tvískifting
eiga sér stað. Þar sem um guð er að velja annarsvegar
og eitthvað annað en hann hinsvegar, þar má ekkert
minsta hik vera í valinu. Hvað sem það kostar verðum
vér að ganga honum á liönd. Þetta er það, sem felst í
siferðisboðunum þungskildu, hvernig svo sem orðinhljóða
í hvert sinn.
í sjálfu sér er það þannig ekki synd að safna forða og
fé, það getur miklu fremur oft komið að góðu liði og
reynst alveg nauðsynlegt, en undir eins og það verður
einhverjum manni hindrun á að þjóna guði, þá er það
orðið synd, ósegjanlega hættuleg synd. Takist oss ekki að
láta það, sem vér getum safnað, verða til þess að létta
oss að vinna guðs verk með hug og hönd, farist oss svo
í reyndinni, að fjársjóðir á jörðu og kornhlöður verði ann-
arsvegar og guð og vilji hans hinsvegar, — þá á það sann-
arlega við: safnið ekki, gefið eignir yðar, kastið ölln
þessu frá yður, því að að öðrum kosti verður úlfaldan-
um léttara að ganga með klyfjar sínar gegnum nálarauga
en yður inn i guðsríkið. Kjósið yður stöðu guðs megin.
Prestafélagsriliö. 6