Prestafélagsritið - 01.01.1919, Page 87
Um nokkur siðferðisboð Jesú.
83
framkomu Jesú sjálfs. Jesús breytti sjálfur nákvæmlega
eftir anda boðorða sinna. Honum þótti vænt um náttúr-
una og gjafirnar, sem hún hafði að færa, því að það var
honum alt vottur um kærleiksvilja guðs. En þegar hann í
freistingunni átti að velja á milli heimsins í allri sinni
dj'rð og guðs, þá sagði hann: »Vík frá mér Satan, því að
drottinn guð þinn áttu að tilbiðja og þjóna honum ein-
um«. Enginn hefir ált sterkari né dýpri kærleika en hann
til foreldra sinna og systkina. En þegar móðir hans og bræð-
ur vildu aftra honum frá starfi hans, af því að þau skildu
hann ekki, þá leit liann yfir mannfjöldann, sem hann var
að kenna, og sagði: »Sjá, hér er móðir mín og bræður
minir, því að hver sem gerir vilja guðs, sá er bróðir
minn og systir og móðir«. Og hann yfirgaf heimili sitt.
Öllum mótgerðum mannanna tók hann einnig með kær-
leika, og þó hefir aldrei neinum verið gert eins mikið á
móti og lionum. Hann reis ekki upp á móti þeim, heldur
valdi guð og dauðann. Og í kærleiksanda eru þau töluð
orðin um nóttina í höll æðsta prestsins: »Hví slær þú
mig?« Hugsa ég að ekkert hafi fremur getað vakið alvar-
lega og góða hugsun hjá þjóninum harðbrjósta og hugs-
unarlitla. — Alt líf Jesú var í fylstu samhljóðan við vilja
guðs. Viljinn sem birtist í orðunum hans þungskildu og
ströngu, var sami viljinn, sem kom fram í lífi hans, guðs
vilji. Þannig sýnir þá framkoma Jesú sjálfs oss, hvernig
vér eigum að taka boð hans og breyta eftir þeim. Við
hönd honum er engin hætta á, að við rangfærum þau eða
misskiljum.
Hræðumst svo ekki þó boð Jesú séu ströng og engin
undanþága gefin. Pað er gleðiefni, en ekki ótta né sorgar.
Eða vildum vér heldur í raun og veru, að kröfurnar væru
vægari og meira slakað til frá hreinum vilja guðs? Væri
það betra að guð kysi að eins hálft? Nei, vér látum oss
ekki nægja neitt minna en það, sem Jesús sagði. Einmitt
þessi boð hans sanna oss það, hversu guði þykir vænt
um oss, hversu mikils hann ætlast til af oss og hversu