Prestafélagsritið - 01.01.1919, Síða 89
HVERNIG VERÐUM VÉR BETRI PRESTAR?
Synoduserindi eftir séra Bjarna Jónsson.
Þetta erindi er opinberun af eintali sálarinnar. Það sem
ég hér segi er prédikun handa sjálfum mér; ég er ekki
með þessu að kenna öðrum, ég hefi nóg að lagfæra hjá
sjálfum mér, því að ég finn svo marga galla hjá mér, en
um leið vildi ég, að þessar hugsanir yrðu öðrum til
blessunar. Ég veit, að það eru fleiri en ég, sem finna til
vanmáttar síns gagnvart hinu mikla hlutverki.
Könnumst vér ekki við þessa hugsun: »En hvað það
er mikið erfiði og ábyrgð, sem felst í þessu að vera
prestur, ekki sizt nú á tímum«. Ég lít til mín sjálfs og
hlýt að segja: »En hve ég er langt frá hugsjóninni og
hinum háleitu kröfum«. Ég veit, að ég er ekki einn um
þessar hugsanir. Hið erfiða eyðir oft þeirri gleði, sem til
þess þarf, að starfið komi að sem beztum notum.
Það finna margir til þess, að mörgu sé ábótavant.
Kirkjan á að hafa álirif, svo mikil, að menn hljóti aði
kannast við þá blessun, er hún flytji þjóðfélaginu og teljí
hana því ómissandi. En er ekki i þess stað háð baráttá,
barátta fyrir tilverunni? Er ekki oft, eins og prestar hugsi
sem svo: »Megum vér vera hér — og þá hve Iengi?« Ög
er ekki eins og svarið sé: »Þið megið vera, ef þið gerið
ekki of háar kröfur, ef þið sættið ykkur við það, sem
lítið er, verðið ekki of kröfuharðir í andlegum né tíman-
legum efnum«.
Hjá þeim, sem unna kirkju og kristindómi, vakna
ýmsar spurningar. Hvernig á að bæta kirkjuna? Hvernig
á að bæta safnaðarlif; hvernig á að auka starfsgleði