Prestafélagsritið - 01.01.1919, Page 95
Hvernig verðum vér betri prestar? 91
biðja um, að þeir verði fyrir þeim áhrifum, er vekja hjá
þeim löngun til þess að verða prestar.
Trúaður maður nokkur í London lét son sinn fara með
sér á hverjum sunnudagsmorgni til kirkju einnar, þar sem
áhugamikill og eldheitur trúmaður var prestur. Það var
löng leið til kirkjunnar, en faðirinn fór þessa leið í á-
kveðnum tilgangi, hann þráði það svo heilt, að sonurinn
yrði starfsmaður í guðsríki, og bæn hans var heyrð, son-
ur hans F. B. Meyer, hinn nafnkunni Lundúnaprestur,
hefir sagt frá því, að þessar kirkjuferðir hafi einmitt gert
hann að presti. John R. Mott, hinn ötuli starfsmaður, sem
þektur er um allan heim fyrir krislilegt starf við hina
ýmsu háskóla, segir fagra sögu um áhrifin, sem hægt er
að hafa á hina ungu. Molt stundaði nám við háskóla einn
í Ameríku. Prófessorinn í sagnfræði kallaði á liann að
loknum fyrirlestri inn í herbergi sitt. »Mér datt í hug«,
segir Mott frá — »að hann ætlaði að tala við mig um
sagnfræðisritgerð, sem ég var að ljúka við. En mér til
mikillar undrunar gaf hann mér eitt eintak af »the Book
of Common Prayer« og spurði mig, hvort ég hefði nokkru
sinni í alvöru íhugað, hvort ég ætti ekki að vígja líf mitt
þjónustu fyrir málefni drottins. Um annað spurði hann
mig ekki, en þetta viðtal hefir haft einna mest áhrif á líf
mitt«.
Slík eru áhrifin frá þeim, sem hafa lært að líta rétt á
sjálfa sig og þess vegna öðlast hið bezta á hinum rélta
stað. þeir eignast þann kærleika, sem vill annara heill.
II.
Það er áríðandi að líta rétt á sjálfa sig, en jafnframt
verður það áríðandi að lita rétt á aðra.
Oss er trúað fyrir söfnuði, sem vér verðum að líta rétt
á. Ef vér ætlum að ávinna menn fyrir Krist, þá verðum
vér að sjá manninn í hverjum manni. Á bak við alt hið
ytra — auðæfi — fátækt — gáfur — góðverk — heiður
og metorð — verðum vér að sjá hinn fátæka syndara,