Prestafélagsritið - 01.01.1919, Blaðsíða 97
Hvernig verðum vér betri prestar?
93
Frimodt, sem dó árið 1879, setti þessi orð yfir dyr prests-
setursins: »Manns-son, ég hefi skipað þig varðmann yfir
ísraelsmenn; þegar þú heyrir orð af mínum munni, skalt
þú vara þá við í mínu nafni« (Esek. 3, 17).
Varðmenn, sem heyra orð af munni drottins og flytja
þau öðrum. Fannig eigum vér prestar að vera.
III.
En hvernig flytjum vér mönnunum þessi orð? Með pré-
dikuninni. Lærisveinn Sókratesar sagði við hann: »Hvert
sinn, er ég var hjá þér varð ég betri, sérstaklega þegar
þú talaðira. En i enn dýpri skilningi ætti að vera hægt
að heimfæra þetta til hins kristna prests. f hvert skifli er
menn koma á hans fund ættu þeir að verða betri, en þó
sérstaklega og þá einnig íleiri, er hann talar á heilög-
um stað.
Gleymum ekki hinum gömlu orðum, að guðsríki er
ekki fólgið í orðum, heldur i krafti (1. Kor. 4, 20). En
svo er til ætlast, og svo mun einnig verða, að þegar kraft-
urinn er á bak við orðin, þá verði þau til sálarheilla.
Hin fegurslu málsnildarorð hafa ekki út af fyrir sig fyrir-
heit, ef þeirn ekki fylgir kraflur. Það er náðargjöf að hafa
þegið mælskunnar snild, en náðargjöfin er vanrækt, ef
hinum himneska krafti er gleymt.
Ef vér prestar hefðum ráðisl í þjónustu hjá öðrum sem
mælskumenn, þá er hætt við, að vér yrðum margir fyrir
blekkingu og eins þeir, sem oss hafa ráðið. Ef vér hefð-
um verið kallaðir til starfs á þennan hátt, þá mundum vér
margir leggja árar í bát. Vér erum ekki ráðnir sem ræðu-
snillingar, en kallaðir af drotni sem votlar. Það eru fjölda-
mörg heiti á þessu óviðjafnanlega starfi: Prédikari, postuli,
boðberi, þjónn, hirðir. Vér erum kallaðir sem vottar. Minn-
umst orða Péturs: »Þennan Jesú uppvakti guð, og vér
erum allir vottar þess«. Látum það ekki eyða kjarki vor-
um, þó að mikið vanti á, að vér séum frægir ræðumenn.
Það, sem hefir valdið því, að menn hafa verið notaðir til