Prestafélagsritið - 01.01.1919, Side 107
Altarissakramentið og notkun þess. 103
máltíðinni, en að hún sé minningamáltíð. Þetta er líka
vissulega nóg, og þetta sjónarmið eitt nægir til þess, ekki
að eins að rökstyðja tilverurétt kvöldmáltíðarinnar, held-
ur líka til þess að sýna fram á þá ómetanlegu blessun,
sem af henni hlýst. En þótt þessi skilningur sjálfsagt sé
hinn algengasti, þá er þó síður en svo, að kristindóms-
uppfræðslan haldi honum að fólkinu. Ef vér virðum fyrir
oss lærdómsbækurnar, þá sjáum vér þar hina gömlu lút-
ersku útskýringu. Helgakver tekur greinilega fram, að
líkami Ivrists og blóð veitist ásamt brauði og víni öllum
sem neyta, bæði guðhræddum og óguðlegum, og mótmælir
bæði katólska skilningnum og kalvinska skilningnum, og
telur síðan skilning kalvinsku kirkjunnar eina af villu-
kenningum þeirrar kirkjudeildar, — og Klavenesskverið
heldur fram nákvæmlega því sama, en að eins ekki eins
skýrt og greinilega. Og þar kem ég að því efni, sem ég
tel eina af höfuðorsökum þess hvernig kvöldmáltíðin er
vanrækt vor á meðal, þessu, að fólkið hefir alist upp með
þeim útlistunum á sakramentinu, sem trúarvitund þess
ómögulega getur haldið með, en vantar hinsvegar þroska
°g dómgreind til þess að greina á milli sakramentisins
sjálfs og þeirra fræðikerfa, sem guðfræðingarnir hafa hlaðið
utan um það og hefir verið haldið að því í uppvextinum.
Mér finst ekki rétt, að áfellast menn fyrir þetta. Vér höf-
um svo tiltölulega nýlega heyrt þeim skoðunum haldið fram
af guðfræðilega mentuðum mönnum, að þeir menn sigldu
undir fölsku flaggi, sem legðu nj7jan skilning inn í ýtns
atriði trúarinnar og ekki gætu aðhylst gamlar fræðikenn-
ingar, — að vér getum engan veginn furðað oss á því, þótt
þeir séu æðimargir leikmenn, sem telja sig sigla undir
fölsku flaggi, ef þeir nálgast kvöldmáltíðarborðið án þess
að viðurkenna skoðun kirkju sinnar á því sem þar fer
fram. Eg er líka sannfærður um, að þeir eru ekki fáir,
sem af þeim ástæðum halda sér í burtu, ekki sízt vegna
þess, að þeir — sömuleiðis eftir barnalærdómi sínum —
búast við að og eta drekka sér til dómsáfellis, ef þeir annað-