Prestafélagsritið - 01.01.1919, Qupperneq 109
Altarissakramentið og notkun þess. 105
mikill afturkippur komi frá því sem áður var, þegar sá
tími kemur, að fólk — vegna almenns velsæmis — ekki
þarf lengur að vera til altaris. Hugsum oss þau áhrif,
sem það hlýtur að hafa haft á menn með frábrugðnar
skoðanir að heyra lesið upp við hverja altarisgöngu: »þér
eigið að trúa því, — að hann er nálægur í sakramentinu með
líkama sinum og blóði og gerir yður hluttakandi í því — og
svo við útdeilinguna: »Þetta er Jesú Krists sannur líkami«.
^Þetta er Jesú Krists sannarlegt blóð«. Jeg veit að þetta
er orðið öðruvisi nú, sem betur fer, en þar með er ekki
sagt að áhrifin séu horfm frá því sem áður var. Það lít-
ur ekki út fyrir annað, en að menn hafi fengið einhvern
ótta í blóðið við altarissakramentið, út af öllu því, sem
mennirnir hafa spunnið í kring um það, og þessi ólti er
að því leyti skiljanlegur, þar sem hin vaxandi íhugun og
þroskaðri trúarmeðvitund ekki getur beygt sig fyrir göml-
um erfikenningum, en meðvitundin hinsvegar rík um þá
ábyrgð, sem brot á þessum lielgidómi hefir í för með sér.
En einmitt vegna þess að ég tel sennilegast — og byggi
þessa skoðun á reynslu sem ég hefi fengið — að það sé
trúfræði fyrri alda, sem kristileg meðvitund hjá safnaðar-
fólki nútimans rís á móti, þá tel ég enga ástæðu til að
óttast, þótt tölu altarirgesta fækki í bili; ég er sem sé í
engum vafa um að þeim muni aftur fara fjölgandi. Sorg-
legra tel ég hitt, hvað meðvitundin virðist sljó um þýð-
ingu og blessun kvöldmáltíðarinnar, hjá þeim, sem þó
eru taldir með altarisgestunum. Þeir munu ekki vera svo
fáir, sem fara til altaris til þess að halda uppi góðum og
gömlum sið, sumir til þess með því að játa Krist fyrir
mönnum, og fyrir slíka menn verður sakramentið fremur
sem skylda, sem int er af hendi, framlag frá hálfu sjálfra
þeirra, heldur en uppspretla þeirrar hlessunar, sem þeir
sjálfir þurfi á að halda. Þetta er alls ekki út í bláinn sagt,
heldur byggist á þeirri reynslu, að þeir sem til altaris
ganga gera það flestir ekki nema einu sinni á ári og það-
anaf sjaldnar. þótt það, eins og .eg vék að áður, geti