Prestafélagsritið - 01.01.1919, Blaðsíða 110
106
Gísli Skúlason:
verkað sljófgandi að vera mjög oft til altaris, þá verður
maður samt að játa, að svo strjálar altarisgöngur virðast
ekki bera vott um meðvitundina á því, að minning frels-
arans þurfi að lifna og glæðast. Og vel getur það verið,
að ýmsir þeir, sem halda sér í burtu frá kvöldmállíðinni
standi engu fjarri frelsaranum, heldur en aðrir, og finni
til þess að þeir hafi þörf á kvöldmáltíðinni, þó þeir ekki
komi sér til að neyta hennar. Og mjög nærri liggur mér
að halda, að þar sem um hinar strjálu altarisgöngur er að
ræða, þá sé aðalástæðan sú, að umbúðirnar hafa sljófgað
innihaldið, svo að í stað þess að lifa upp aftur stærstu
stundina 1 lífi frelsarans, sjá þeir fyrir sér samsafn af
fræðikerfum, sem spyr þá um afstöðu þeirra til sín. Eg
fyrir mitt leyti skal játa, að ég teldi mér það ávinning, ef
ég gæti þurkað út úr mínu minni bæði katólskan og lút-
erskan og hvern annan fræðiskilning á kvöldmáltíðinni og
hefði ekki annað en frelsarans eigin orð að halda mér við.
Ég man eftir því, að þegar jeg var seinast í Kaupm.liöfn,
fór jeg með kennurum málleysingjaskólans til að skoða
lifandi myndir úr píningarsögunni, sem sýndar voru um
það leyti. Við fórum til að athuga, hvort gott væri eða
heppilegt að láta mállausu börnin skoða þær myndir —
og ég man sérstaklega eftir því, að kvöldmáltíðarmyndin
fjekk mjög á mig, ég vildi ekki skifta á því og öllu, sem
Pétur gamli Madsen las fyrir um það efni. Og það teldi
ég reglulegan ávinning, ef hægt væri að færa altarissakra-
mentið úr sínum slitnu »dogmatisku« flíkum, svo maður
fengi þar frelsarann sjálfan, en enga guðfræði, hvorki
gamla né nýja.
Að því leyti sem ég helst get gert mér hugmynd um, er það
hin gamla trúfræði með öllum hennar útskýringum, sem mest
heldur söfnuðinum burt frá kvöldmáltíðarborðinu og mest
dregur úr blessun sakramentisins fyrir hina. Ég skal taka
það fram, að ég hef ekki trú á því, að ótti fyrir mönn-
um, eða einhver slík andleg feimni, eigi hér nokkurn veru-
legan hlut að máli. Annað er líka það sem hér getur komið