Prestafélagsritið - 01.01.1919, Side 114
110 Gísli Skúlason: Altarissakramentið og notkun þess.
mæla með neinum árásum á hið gamla, sjálfur er ég sva
íhaldssamur í anda, að ég vil bera virðingu fyrir því, og
láta það hverfa í friði, þegar það er orðið úr sér vaxið.
Og hvað altarissakramentið snertir, þá er mér nákvæm-
lega sama um, hvaða skilning menn hafa á því, eða hvort
þeir hafa nokkurn eða engan, ef þeir að eins hafa þang-
að blessun að sækja. En hitt er mér ekki sama um, að
verið sé að óþörfu að halda að mönnum þeim skilningi,
sem fælir þá í burtu frá sakramentinu sjálfu.
Og þar með held ég að það sé á enda, sem ég vildi
sagt hafa. Ég er ekki hræddur við hinar minkandi alt-
arisgöngur, af því ég tel víst, að svo búið muni ekki
lengi standa. En þó menn séu losaðir við hinn gamla
skilning, má ekki búast við, að alt færist í lag á svip-
stundu. Menn þurfa tíma lil að átta sig. Og að menn
geri það, dettur mér ekki í hug að efast um, og ég vil
láta í ljósi þá von mína, að sú vanræksla á kvöldmáltíð-
inni, sem nú á sér stað, og ef til vill fer í vöxt á næstu
árum, muni þegar frá líður verða til þess, að altarissakra-
mentið standi fyrir söfnuðum lands vors í skærara Ijósi
en nokkru sinni áður.