Prestafélagsritið - 01.01.1919, Side 116
112
S. P. Sívertsen:
Það var ætlun mín með þessu erindi að segja lítið eilt
frá rannsóknum þessum og gera í fáum aðaldráttum grein
fyrir gagni því, er þær þegar hafa gert annarstaðar og
einnig geta gert oss, ef vér kynnum oss þær og hag-
nýtum.
Fyrst er að líta á uppruna þessara rannsókna og kynna
sér hvernig þeim hefir verið hagað og til hverrar niður-
stöðu þœr hafa leitt.
Þær eru upprunnar frá Ameríku þessar vísindalegu
rannsóknir trúarlífsins. Þar hafa komið fram menn, sem
með miklum áhuga hafa gefið sig við sálfræðilegum rann-
sóknum trúarlífsins. Hefir viðfangsefni þeirra verið að at-
huga trúarreynslu manna og hina misjöfnu og næsta ó-
líku mótun trúarlífsins eftir skapferli manna og upplagi
og margvíslegum og ólíkum áhrifum frá umhverfinu, at-
huga trúarlífið bæði þar sem það er sjúkt og jafnframt
þar sem það birtist heilbrigðast og með mestum krafti,
rannsaka uppeldisáhrif trúarinnar á siðgæði manna og
gildi hennar fyrir mannlífið.
Sá maðurinn, sem vér eflaust eigum mest að þakka í
þessum efnum, er heimspekingurinn William James. Heim-
spekisstefnu sína nefndi hann »pragmatism«, — en á ís-
lenzku hefir hún verið kölluð starfhyggja1). »Pragmatism-
inn« heldur því fram, að menn séu öllu öðru fremur skap-
aðir til að starfa, fremur en til að hugsa. Hugmyndir vor-
ar og skoðanir í hverju sem sé verði að metast eftir því
að hvaða haldi þær komi í lífi voru og störfum. Skoðan-
ir séu verkfæri, starftæki. Sannleiki hugmyndar sé ekki
fastur eiginleiki, fólginn í henni sjálfri. Gildi hennar sé
fólgið í því að hún reynist gild. í stað þess að láta sér
nægja spurninguna: »Hvað er sannleikur«, spyrja starf-
hyggjumenn um gildi sannleikans að dómi reynslunnar og
um það, hvaða sannindi gagni mannkyninu mest.
1) Sjá Skírni 1912, bls. 151 nn.