Prestafélagsritið - 01.01.1919, Síða 118
114
S. P. Sívertsen:
kynnast trúarreynslu manna, en hitt til athugunar á skap-
lyndi þeirra.
í fyrra bréfinu, þar sem grenslast er eftir trúarreynslu
manna, eru alls 16 spurningar. Vil ég ekki þreyta menn
á að telja upp alt það, sein um er spurt, en að eins geta
þess, að grenslast er eftir trúarlegum áhrifum bæði á
æsku- og þroskaárunum, spurt um trúarvenjur og guð-
ræknisiðkanir, en mest áherslan þó lögð á að fá sem ná-
kvæmastar upplýsingar um þau tímabil í lífi mannsins,
er honum fundust sérstaklega helguð af himinsins náð,
spurt um hvað hann þá mest hafi þráð, hvað aðhafst,
hvað honum þá hafi fundist eiga sér stað, fylla huga
sinn, hræra við tilfinningum sinum o. s. frv.
í síðara bréfinu, sem grenslast eftir skaplyndi manna,
eru spurningarnar enn þá fleiri, alls 24. Þar er spurt um
alt það, er virðist þörf á að vita til þess að gjöra sér
grein fyrir lundareinkennum mannsins, en jafnframt ítar-
lega grenslast eftir því, hvað mest einkenni trúarlíf hans,
til þess að geta séð mótun trúarlífsins af skapgerðinni eða
áhrif hvors um sig á hitt.
Eins og skiljanlegt er, má eftir mörgu grenslast með
þeim 40 spurningum alls, sem eru í þessum tveimur bréf-
um. Sé öllum spurningunum vel og greinilega svarað, ligg-
ur í hlutarins eðli að mikið efni fæst til notkunar og úr
að vinna.
En þó er hér við meiri erfiðleika að stríða en í fyrstu
mætti virðast. Því hver er sá, er þekki sjálfan sig svo til
hlítar, að hann með fullkominni nákvæmni geti svarað
hinum margvíslegu spurningum, sem fyrir hann þarf að
leggja ef kynnast á trúarlífi hans í verulegustu atrið'unum?
Og minni manna! Hversu oft reynist það á einn eða
annan hátt óábyggilegt! Oft gera menn sér á efri árum
rangar hugmyndir um það, sem átti sér stað í bernsku þeirra
og æsku. Og komið getur fyrir að menn misskilji sjálfa
sig og það sem fyrir þá kom á mikilvægum stundum
lífsins. Af þessu leiðir, að nota verður svör manna og