Prestafélagsritið - 01.01.1919, Qupperneq 121
Rannsóknir trúarlífsins.
117
hafa fyrir eitthvað svipaðri trúarreynslu. Hinir lærðu
rannsakendur trúarlífsins halda því fram, að þessir skyndi-
legu atburðir séu líka undirbúnir, föstu, ákveðnu, andlegu
lögmáli háðir.
Reynslan sýnir enn fremur, að ákveðið lögmál sé ráðandi
i því, hvaða timabil það sé á œfi manna, sem þeir séu mót-
tœkilegastir fgrir trúarleg áhrif.
Coe talar mikið um það atriði í áðurnefndri bók sinni.
Telur hann mörg dæmi, sem ýmsir hafa rannsakað, og
dregur af þeim ályktanir sínar. Niðurstaða varð sú, að af
nær 1800 manns sem athuganir þessar náðu til, reyndist
meðalaldurinn 16,4. Með öðrum orðum: Reynslan sýnir
samkvæmt þeim tölum, að hægast sé að hafa trúarleg áhrif
á menn innan 17 ára aldurs. Sýnir það bezt, hve afar-
mikilsvert kristilegt uppeldi hvers unglings er, bæði frá
heimilisins, skólans og kirkjunnar hálfu. —
Þá má nefna þriðja atriðið, sem rannsóknir þessar mik-
ið hafa fengist við. Rað er sálfrœðileg skýring á þvi, að
trúarlif manna mótast svo afar misjafnt og verður svo ólikt
á margan hátt.
Það hefir hneykslað margan góðan manninn bæði fyr
og síðar, hve trúarlíf manna hefir birzt í mörgum og næsta
ólíkum myndum. Menn hafa haft svo ríka tilhneigingu til
að ætlast til þess að allir væru sem líkastir, sniðnir sem
næst því í sama mótinu, að erfitt liefir verið fyrir fjölda
manns að sælta sig við mismun og margbreytileika á trú-
arsvæðinu.
James neitar, eftir að liafa rannsakað alt sem bezt, að
það sé nokkuð raunalegt eða varhugavert, þótt menn mót-
ist ólíkt í trúarefnum og þótt margir séu trúflokkar og
trúarjálningar. Hann bendir á, hve kjör manna séu ólík
og sömuleiðis hæfileikar þeirra. Ekki séu þrengingar eða
andstreymi neinna tveggja manna nákvæmlega eins, en
hvernig sé þá hægt að ætlast til þess, að sefa megi þján-
ingar allra manna nákvæmlega með sama móti. Hver
maður hafi sín áhugamál og sínar áhyggjur, og eftir því