Prestafélagsritið - 01.01.1919, Side 122
118
S. P. Sívertsen:
fari hitt, hverra áhrifa hver og einn þarfnist mest og hvern-
ig heppilegast sé að hann mótist.
En hið helzta, sem kemur til greina, þegar skýra á hinn
mikla mismun og margbreytileika á trúarsvæðinu, eru at-
riði þau, er nú skal greina.
Lundarfar mannsins, geðslag hans, mótar trúareinkunn-
ina. Þar kemur fram munurinn á hinum bráðlynda, létt-
lynda, lundhæga og þunglynda. Pað reynist ekki lítill mun-
ur á festu, innileika og fjöri trúarlífsins hjá hinum til-
finningarríka, hjá djúphyggjumanninum og hjá hinum vilja-
sterka. Pað reynist aldrei unt að steypa þessa gagnólíku
menn í sama mótinu, hvorki í einu né neinu. Eins geta
allir þessir ólíku menn verið innilega trúræknir, hver á
sinn hátt, þótt trúarlíf hvers og eins mótist næsta mis-
jafnlega.
Af þessu leiðir, að altaf verður talsverður munur á trú-
arlífi karla og kuenna. Pví þótt vér getum tekið undir með
Páli postula, að í samfélaginu við Krist Jesú sé enginn
raunur á karli og konu (Gal. 3, 28), í þeirri merkingu,
að bæði séu jafnrétthá fyrir guði, hafi jafnan aðgang til
hans, eiga þau ummæli postulans þó ekki við um lund-
arfarseinkenni karls og konu. Pví þar kemur vissulega
fram munur, sem aftur gerir vart við sig í mótun trúar-
lífsins. Coe gerir grein fyrir þeim mismun á þá leið, að
hjá karlmönnum sé hugsanalífið ríkara en hjá konum,
þar sem meir gæti tilfinningalífsins, og þess vegna beri
meir á efasemdum í sambandi við kenninguna hjá karl-
mönnum, en konur þjáist fremur af efa um hitt, hvort
guðsafstaða þeirra sjálfra sé hin rétta. Tilfinningar karl-
manna beinist að ákveðnum atriðum og brjótist fram á
vissum tímum, en hjá konunni sé tilfinningin staðfastari
og blíðari. Karlmaðurinn sé gjarnari til baráttu, lifi minna
í voninni og öðlist meira í einrúmi en konan, sem gljúp-
ari sé fyrir áhrifum annara. Hjá karlmönnum beri meir
á starfandi dygðum, en hjá konunni meira á þeim dygð-
unum, sem birtist í því að þola og þreyja.