Prestafélagsritið - 01.01.1919, Síða 125
Rannsóknir trúarlífsins.
121
ljós sannindi að ræða, að rök þarf naumast að færa fyrir
því atriði.
Pá má enn benda á, hversu landshœttir, þjóðerni og sögu-
legir aiburðir, móta trúarlif manna.
Enginn má ætlast til þess, að Indverji, sem gerist krist-
inn, afklæðist þjóðareinkennum sinum og íklæðist trúar-
flíkum Evrópumannsins. Kínverji, sem tekur kristni, getur
haldið áfram að vera Kínverji eftir sem áður. Kristindóms-
líf hans verður kínverskt trúarlíf, á margan hátt mótað
af landsháttum, venjum og hugsunarhætti þjóðarinnar.
En ekki þarf að fara út fyrir álfu vora til þess að sjá
og sannfærast um þetta. í raun og veru má alstaðar tala
um trúarlega eða kristilega þjóðfjelagseinkunn. Getur ver-
ið mjög fróðlegt og skemtilegt, að athuga slíkt. Vil ég um
það efni benda á ritgerð í norska tímaritinu »For Kirke
og Kultur«, sem birtist þar í maí 1916, og sem ræðir þetta
frá sjónarmiði Norðmanna. Höfundurinn heitir J. Otter-
bech, en grein sína nefnir hann: »Indtrj’k af forskellige
folkelyper i Norge«. Talar hann þar um, hve söfnuðirnir
i hinum ýmsu héruðum Noregs séu ólíkir. Niðurstaða hans
er sú, að Austlendingurinn sé fastur fyrir, ábyggilegur, en að
sumu leyti ruddafenginn; Norðmœringurinn stefni að þvi
að fegra lífið sem menningarfrömuður, en rejmist stund-
um þrár að lundarfari. Hjá Vestlendingnum sé félagsand-
inn ríkastur og hæfileikinn til að sameina hina dreifðu
krafta þjóðarinnar til samvinnu. En Finnmörk segir hann
að sé einkennilegasti og skemtilegasti hluti landsins, því
þar sé sköpuninni ekki nærri lokið, enn sé þar óskapnaður
(Kaos), sem sé nú að breytast í Kosmos o: fá sin heild-
areinkenni.
Olterbech beinir svo þeirri spurningu til norsku prest-
anna, hvort þeim sé ekki skylt i sameiningu að vinna að
þvi að rannsaka frá rótum trúar- og siðgæðisásigkomu-
lag þjóðarinnar. —
Eg þekki ekki neinn, sem rannsakað hefir þetta á landi
voru eða með sérstöku tilliti til íslendinga. En enginn efi er á,