Prestafélagsritið - 01.01.1919, Síða 126
122
S. P. Sívertsen:
að trúarlíf íslendinga hefir mótast talsvert ólíkt eftir því
hvar þeir hafa verið.
Mest ber eflaust á þessari ólíku mótun trúarlífsins þeg-
ar Landar í Ameríku eru bornir saman við íslendinga hér
heima. Pví öllum, sem kynst hafa trúarlífinu beggja meg-
in hafsins, ber víst saman um, að ekki sé alllítill munur
á Austur- og Vestur-íslendingum og afskiflum þeirra af
trúmálunum. Menn geta deilt um, hvort breytingin vestan-
hafs sé til hins betra eða lakara, einnig verið að meiru
eða minna leyti ósamdóma um ýmsar sérstakar orsakir
til breytingarinnar, en um aðalorsökina hygg ég að öllum
hljóti að koma saman, og hún getur naumast önnur ver-
ið en hið breytta umhverfi, breyttu kjör, breyttu lands-
hættir og breyttu þjóðernisvenjur.
En mikill misskilningur væri að ætla, að trúarlíf þeirra
íslendinga, sem hér heima hafa alið allan aidur sinn, hafi
mótast allra 1 líka átt, þótt fámennir séu. Sannara mun
hitt, að um allmikinn mismun sé að ræða í hinum ýmsu
landsfjórðungum, sýslum og sveitum.
Efalaust ber meira á trúarhugsun, sjálfstæðri íhugun
trúarsannindanna, hjá Þingeyingum en annarstaðar á landi
voru. Enginn sá, sem kunnugur er víðsvegar á landi voru,
mun heldur neita því, að talsverður munur sé á kristi-
legri einkunn og eðli manna við sjó og til sveita. Prest-
um, sem þjónað hafa söfnuðum í hinum ýmsu fjórðung-
um lands vors, mun einnig koma saman um, að talsverð-
ur munur sé á lundarfari manna og talsvert sé trúarlífið
ólikt í hverjum landsfjórðingi, þótt stundum geti ef til vill
verið erfitt að gera í glöggum dráttum grein fyrir því í
hverju aðalmunurinn sé fólginn.
En þegar rekja á orsakirnar til þess mismunar, sem
menn finna að á sér stað, koma til greina saga hvers hér-
aðs og kjör manna að fornu og nýju, atvinnuvegir, lands-
hættir, og andlegir straumar, sem að hafa borist með
mönnum eða bókum.