Prestafélagsritið - 01.01.1919, Síða 128
124
S. P. Sívertsen:
sama skapi ljóst, að sálarþroskinn væri einnig skilyrðum
háður. Að þroskinn kemur ekki alt í einu á andlega svið-
inu, fremur en á hinu líkamlega. Þess vegna dugi ekki
að gefast upp eða þreytast, þótt hægt fari, bæði í þvi að
losna við það sem miður fer, og í því að fullkomnast í
hinu góða. — Að þroski allra sé ekki á sama hátt né jafn-
hraðfara, ekki fremur andlega en líkamlega. — Að sýking
geti komið í trúarlífið, einsog líkami flestra sýkist einhvern-
tíma. Verði þá að gæta mestu varúðar, eins og í veikind-
um líkamans, og gera alt, sem unt sé, til þess að sálin
verði aftur heilbrigð og nái að komast aftur á þroskans
braut. — Að þegar trúarlífið sýkist, sé, eins og í líkams-
sjúkdómunum, mikið komið undir vilja og starfi manns-
ins sjálfs. Viljinn og viðleitnin geri manninn hæfan til að
veita æðri áhrifum viðtöku og styrki siðferðilegu kraft-
ana hjá manninum sjálfum. — Að alt sé á andlega svið-
inu reglum bundið og ekkert gerist þar, fremur en á lík-
amsþroskasviðinu, fyrir tilviljun eina.
Skilningur á þessu hlýtur að marka djúp spor í sjálfs-
uppeldi hvers manns. En auk þess er ekki lítilsvert fyrir
hvern mann að geta sem bezt sannfærst um, að sem
kristnum manni beri honum að þroska alt persónuleika-
eðli sitt. Ekki skilninginn einan; ekki lilfinninguna eina;
ekki viljann einan; heldur sameiginlega skilning sinn og
skynsemi, tilfinningar og viljastefnu og viljaframkvæmd,
allan sinn innra mann með hinum margbreytilegu eigin-
leikum, tilhneigingum, liæfileikum og hvötum.
En á annan hátl er gagnið af trúarlífsrannsóknunum
einnig augljóst. Pað er til leiðbeiningar almenningi, til
þess að geta skilið rétt og dœmt réttilega um trúarlif
annara.
Því sé mönnum farið að skiljast, að munurinn á einstakl-
ingseðli manna sé af eðlilegum rótum runninn, stafi frá
mismun á skaplyndi, mentun, þjóðerni o. 11., og skiljist
þeim enn fremur, að rétt á litið hafi hvert einstaklings-
eðli sína kosti, sem virða beri og nota sem undirstöðu