Prestafélagsritið - 01.01.1919, Side 129
Rannsóknir trúarlífsins.
125
undir andlegt uppeldi mannsins, — þá fer þeim líka að
skiljast hitt, að ekki sé rétt að krefjast þess af öllum, að
þeir mótist á einn og sama hátt, og að afarviðurhluta-
mikið sé, að meta alla eftir sjálfum sér og sínam eigin
þroska og dæma trúarlíf þeirra með þeim mælikvarða.
Sé mönnum líka farið að skiljast, að einstaklingseðlið,
þótt ólíkt sé, útiloki engan mann frá trúarreynslu og trú-
ar- og siðgæðisþroska, þá eiga þeir hægra með að heim-
færa til síns tíma, til meðbræðra sinna og systra, orð
Páls postula um, að mismunur sé á náðargáfum, en
andinn hinn sami, mismunur á embættum, en drottinn
hinn sami, og mismunur á framkvæmdum, en guð hinn
sami, sem öllu kemur til leiðar 1 öllum (1. Kor. 12,4).
Hið sama á sér stað, þegar mönnum skilst, að trúin sé
ekki bundin við skynsemi manna eina eða aðallegast. Þá
hætta þeir að dæma trúarlíf annara mest eftir því, hvort
þeir séu þeim sammála í skoðunum og skýringum á hin-
um ýmsu trúaratriðum, en líta engu síður og miklu fremur
á hitt, sem er aðalkjarni trúarlífsins: Guðstraustið, kær-
leikann til guðs, sem birtist í lífi manna, og alt það, sem
viljinn fyrir áhrif trúarinnar beinist að í framferði þeirra
og framkvæmdum.
Getur naumast farið svo, eins og bent hefir verið á með
þessu, að ekki leiði af athugunum þessum umburðarlyndi,
meiri samúð með öðrum, aukinn skilning á gildi lífsins
og meira víðsýni.
Með þessu hefi eg bent á gagn það, er af trúarlífsrann-
sóknunum getur leitt fyrir almenning yfirleitt.
En þá er að líta sérstaktega á gagn það, sem af rann-
sóknum þessum getur leitt fgrir alla þá, sem œtla sér að
hafa trúarleg og siðferðileg áhrif á aðra.
Má fullyrða, að rannsóknir trúarlífsins gefi hinar ákveðn-
ustu leiðbeiningar og bendingar í þá átt, að ekki sé rétt
að beita sömu uppeldismeðölum eða uppeldisaðferð til
andlegrar þroskunar allra jafnt, hvorki í barnauppeldi né
þegar um áhrif á fulltíða karlmenn eða konur er að ræða.