Prestafélagsritið - 01.01.1919, Qupperneq 130
126
S. P. Sívertsen:
Pær benda eindregið í þá ált, að afaráríðandi sé í öllu
starfi fyrir æsku]j7ðinn að kynna sér sem bezt þroska
hvers barns, kynnast kjörum þess og öllu umhverfi, lund-
erni og heimilisháttum, til þess á þann hátt að geta skil-
ið eðli hvers barns og vitað í hverju því sé mest áfátt
og í hverja stefnu þroski þess einkum þurfi að beinast.
Þær gefa einnig leiðbeiningar um, hve mikilsvert sé fyrir
þá, er hafa á hendi uppeldi barna og unglinga, að van-
rækja ekki að vera á verði og reyna á allan hátt að hafa
sem mest áhrif á barnið i trúar- og siðgæðisáttina einmitt
á þeim árunum, sem reyuslan kennir að hægast sé að hafa
áhrif á menn og hugurinn gljúpastur til allrar mótunar.
Reiknaði Coe heimspekingur út, eins og áður getið, að sá
tími væri innan 17 ára aldurs, en vitanlega þroskast menn
misfljótt í hinum ýmsu löndum, og á því ekki alstaðar
við sama aldurstakmarkið.
Pá færa rannsóknir trúarlífsins prédikaranum heim sann-
inn um, að áríðandi sé fyrir hann að þekkja söfnuð sinn,
helztu safnaðareinkennin, til þess að honum sé unt að ná
til manna með fagnaðerindisboðuninni.
Hið sama á sér stað um séreinkenni karla og kvenna.
Sá prestur, sem kynt hefir sér séreinkenni trúarlífsins
hjá körlum og konum, veit og skilur, að tala verður á
annan hátt til karla en kvenna; flestum konum geðjast
prédikanir sem mikið tala til tilfinninganna, en prédikanir
með veigamikilli hugsun, sem einnig beinasf til viljans,.
eru betur við hæfi flestra karlmanna.
Þá benda trúarlífsrannsóknirnar enn fremur til þess,
hve áríðandi sé í allri sálusorg að skilja sálarástand ein-
staklingsins, til þess að afskiftin af hverjum og einum
séu miðuð við einstaklingseðli hans og allar aðstæður, en
verði ekki óeðlileg og ósálfræðileg fyrir utan og ofan dag-
lega lífið. ___________
Fljótt hefir verið yfir sögn farið, og að eins drepið hér
á aðaldrætti. En til þess að þreyta menn ekki lengur,