Prestafélagsritið - 01.01.1919, Page 133
SÆNSKA KIRKJAN.
F}Trirlestur fluttur á s)Tnodus árið 1917.
Eftir Asgeir kennara Ásgeirsson.
I.
Ég er nýkominn heim úr ferð, og þá er sjálfsögð skylda
að segja heimafólkiuu fréttirnar. Það væri of mikið, að
ætla sér að segja tíðindi frá tveim löndum, Danmörku og
Svíþjóðu, í einum fyrirlestri. Ég verð því að velja í milli,
og kýs þá heldur að segja frá sænsku kirkjunni en hinni
dönsku, af því að okkur íslendingum er meira njmæmi
að heyra af henni, og af þvi mér fanst okkar kirkjulíf
fremur í ætt við hana. Er það harla eftirtektarvert, því
til Danmerkur hafa íslenzkir guðfræðingar sótt mentun
sína. Pað er því auðséð að þetta stafar ekki frá ytri áhrif-
um heldur eðlisskyldleik íslendinga og Svía. Danmörk er
láglend og þéttbýl, en Svíþjóð hálend og strjálbýl. í*að eru
öll sldlyrði til að Svíþjóð ali þjóð, sem svipi meir til Is-
lendinga en raun er á um börn Danmerkur. Skyldleiki
Svía og ísiendinga kemur fram í mörgu, og ekki síst kirkju-
lifinu. Aðalmunurinn er sá, að Svíar hafa átt við betri
kjör að búa, þjóðin er stærri, efnin meiri, og land þeirra
skamt frá hötuðbólum menningarinnar.
II.
Á fám stöðum hefir þjóð og kirkja gróið jafnfast sam-
an og í Svíþjóð. Flestir afburðamenn þjóðarinnar hafa ver-
ið vinir eða þjónar kirkjunnar. feir hafa verið í senn þjóð-
legir og kirkjulegir. Ég skal að eins nefna tvo. í siðbótar-
sögu Norðurlanda finst enginn jafningi Olaus Petri. Það
er að vísu ekki við mikið að jafnast. Norðmenn og við
Prestafélagsritið. 9