Prestafélagsritið - 01.01.1919, Page 135
Sænska kirkjan.
131
Prestarnir tóku þeim dauflega og reyndu jafnvel að
sporna við þeim. Við það fjarlægðust margir »hinir vökn-
uðu« kirkjuna. Síðari hluta aldarinnar fengu þeir ágætan
foringja þar sem var Waldenström Iektor. Hann var af-
burðamælskur og tókst að safna mönnum i félög um land
alt. Nú eiga menn hans »missionshús« um alla Svíþjóð,
sem i raun og veru eru kirkjur þeirra og annað ekki.
Margir íhaldssamir trúmenn hafa sótt í þessa söfnuði. Þeir
leggja einstrengingslega áherzlu á bókstafsinnblástur biblí-
unnar. Því eftirtektarverðara er það, hve fast þeir halda
fram »subjektivri« friðþægingarkenningu. Áður var sú kenn-
ing aðalágreiningsatriðið milli þeirra og þjóðkirkjupresta.
Þeir hafa reynt að fá samþykt í þinginu samskonar
lög og gilda um »Valgmenigheder« í Danmörku, en ekki
tekist. Þeir verða því að greiða öll þjóðkirkjugjöld, þó þeir
séu sér um kirkjuskipun. Sambandið milli þeirra og þjóð-
kirkjumanna er skýrt og einkennilegt. Að einu leyti hefir
þessi klofningur verið mikilsverður fyrir þjóðkirkjuna.
Frjálslyndar hreyfingar hafa ekki átt þar eins örðugt upp-
dráttar og ella hefði orðið, því hjá fylgismönnum Walden-
ströms á ihaldið aðalstuðning sinn. — Fleiri vakningaöld-
ur mætti nefna sem enn ómar af í sænsku kirkjulifi.
Innan kirkjunnar má benda á þrjár aðalstefnur: Schar-
tauiana, hákirkju- og ungkirkjustefnurnar.
Merkust þeirra er ungkirkjustefnan (nýguðfræðingar).
Hún er útbreiddust meðal mentamanna, einkum meðal
stúdenta í Lundi og Uppsölum, enda er hún að miklu
leyti upprunnin og efld í kristilegu stúdentafélögunum.
Menn hennar vilja stuðla að þvi að alt gagnsýrist svo af
anda Krists að Kristur mæti oss í öllu, hann mæti oss i
bókum og blöðum, í lífi samborgaranna jafnt á virkum
dögum sem helgum. Guðs ríki á að verða virkileiki með-
al þjóðarinnar. Oft verður og fyrir manni hin hálútherska
kenning um köllunina. Guðsþjónustan sé í þvi fólgin að
halda boðorð Guðs, því þá þjóni menn honum þegar þeir
geri það sem hann hefir boðið. Hver og einn þjónar Guði