Prestafélagsritið - 01.01.1919, Page 138
134
Ásgeir Ásgeirsson:
heyra ekki trúarbragðasögu nefnda í sambandi við guð-
fræði. En í guðfræðisdeildunum bæði í Lundi og Uppsöl-
um eru prófessorar í trúarbragðasögu. í gamni eru þeir
nefndir prófessorar í heiðindómi. Öll prestsefni verða að
taka próf í trúarbragðasögu. í þessu efni eins og fleirum,
höfum við mikið af Svíum að læra. Eftirtektarvert er það,
að tveir síðustu erkibiskuparnir voru, áður en þeir urðu
erkibiskupar, prófessorar í trúarbragðasögu. Núverandi erki-
biskup, Nathan Söderblom, er fyrir löngu heimsfrægur
fyrir trúarbragðarannsóknir sínar.
Nathan Söderblom er ótvírætt mesti kirkjuhöfðingi sem
nú er uppi á Norðurlöndum. Hann er prestssonur frá Norr-
landi, alinn þar upp við skyldurækni og nægjusemi. Og
þó hann hafi dvalið við marga háskóla og tileinkað sér
það besta sem menning Evrópu hefir á boðstólum, er kjarn-
inn i honum enn og hefir altaf verið einfaldur sænsk-lút-
herskur guðsótti og trú á köllun sína. Hann tók háskóla-
próf i heimspeki og guðfræði. Síðan var hann prestur
sænska safnaðarins i París. Par var hann hjálparhella
landa sinna. Öllnm sem til hans komu veitti liann nokk-
ura úrlausn. Eitt sinn kemur til hans sænsk dansmey;
hún er búin að ráða sig við leikhús en hefir engan kjól
•til að dansa í og enga peninga. En hann linnir ekki fyr
ín hann fær sóknarnefnd sína til að lána úr kirkjusjóðn-
um fyrir danskjólnum svo stúlkan geti stundað atvinnu
sína eins og hver annar. Mjög lagði hann lag sitt við
listamenn. Ungum prestum leggur hann það ráð að um-
gangast sem mest listamenn, því mikill skyldleiki sé milli
ætlunarverks hvorratveggju. Aldamótaárið hlýtur hann dok-
torsnafnbót við Sorbonne fyrir rit, sem talið er brautryðj-
andi í trúarbragðavísindum. Árið eftir verður hann pró-
fessor i trúarbragðasögu í Uppsölum. í Uppsölum er það
svo, að hverju kennaraembætti í guðfræði fylgir prests-
staða. Elsti guðfræðisprófessorinn er jafnframt dómkirkju-
prestur. Hinir prófessorarnir hafa hver sinn söfnuð. Þetta
er mikils vert fyrir sambúð þjóðkirkjunnar og guðfræðis-