Prestafélagsritið - 01.01.1919, Qupperneq 140
136 Ásgeir Ásgeirsson:
kirkjusöfnin eiga. Þá eru teknir fram mítrar, baglar og
biskupakápur. Dómkirkjan í Uppsölum þolir líka skraut-
ið. Hún er svo stór að þegar staðið er í höfuðdyrunum
greinir maður vart andlit prestsins, sem stendur fyrir al-
tarinu. Að eins þeir sem næstir sitja prédikunarstólnum
heyra ræðuna. Mér fanst líka altaf ég vera ekki kominn
þangað til að hlusta á prédikun, heldur til að sjá skrýdda
presta, heyra fallegan söng og fyllast tilbeiðslu í þessu
mikla Guðs húsi. Hver lína, hver dráttur, bendir upp á
við og seiðir hugann til hæða. Þessi kirkja er bygð fyrir
kaþólska guðsþjónustu en ekki lútherska. Eg var þar eitt
sinn staddur við biskupsvígslu. Það var eins og maður
væri kominn suður í óðul hinnar kaþólsku kirkju, marg-
ar aldir aftur í tímann. Biskuparnir gengu þar með mítur
á höfði, bagla í hendi og gullofnar kápur á herðum, pró-
fessorar og prestaöldungar, allir í skrúða. Öllu sem eykur
fegurð guðsþjónustunnar heldur Söderblom á lofti. Hann
vill ekki, að alt, sem er fagurt, þurfl að heita kaþólskt.
Við hlið sína hefir erkibiskup nokkurskonar ráðuneyti,
kórsbræður. í Svíþjóð hafa kórsbræður haldist fram á
þennan dag og eiga að hafa umsjón og eftirlit með stift-
inu ásamt biskupi. Kórsbræður eiga að sjá stiftinu fyrir
prestum, að því leyti sem hægt er. Peir sem preslvígjast
þurfa fyrir vígsluna að taka málamyndapróf hjá þeim. Þeir
velja úr þrjá af umsækjendunum um brauð, og svo er
kosið um þá. Kirkjan er undir umsjá þeirra og flest
fjármál. Og síðast en ekki síst hafa þeir dómsvald
yfir prestum, geta gefið þeim áminningu, sett þá frá um
stundarsakir eða fyrir fult og alt, en þó hafa prestar rétt
til að skjóta máli sínu til konungs. Yfir höfuð koma
kórsbræður við alla stjórn stiftisins. Annað ráðuneyti
hefir erkibiskup einnig við hlið sér, þar sem er »Svenska
kyrkans diakonistyrelse«. Sú nefnd er nýstofnuð. Erki-
biskup er sjálfkjörinn forseti. Hún á að glæða og vekja
áhugann á líknar- og safnaðarstarfsemi um alt land, og
hjálpa vísum til slíkrar starfsemi á leið. Nefndinni er