Prestafélagsritið - 01.01.1919, Page 143
Sænska kirkjan.
139
bændur þjóta ekki af stað til Jerúsalem þó einhver Lárus
meþódisti komi í sveitina. Selma Lagerlöf hefði aldrei
ritað »Jerúsalem«, ef hún hefði verið íslensk. Við vakn-
inguna er eins og alt trúarlíf sem til er, fuðri upp á svip-
stundu, og svo eru menn eftir nokkurn tíma ef til vill
orðnir hálfu trúarveilli en þeir áður voru. Vakningin er
eins og skógareldur, bálið ber við himin, en innan skamms
er ekki annað að sjá en ösku og útbrunna fauska. Mér
var sagt að venjuleg boðleið ofstækismanna væri þessi:
fyrst goodtemplarar, þaðan er undirbúningsmentunin, svo
vakningarprédikarar og síðast verða þeir atkvæðasmalar
jafnaðarmanna. — Meðal þeirra sem lægst standa andlega
og efnalega liafa aðventistar haft töluverð áhrif. Sveden-
borgianismus, guðspeki og andatrú er aftur útbreiddast
meðal hærri stéttanna, einkum í stórborgunum. Baptista
og meþódista verður og töluvert vart.
VII.
Fyr á öldum voru Svíar mestu blótmenn á Norðurlönd-
um. Þeir héldu fastast við heiðinn sið. Þetta ber vott um
trúrækni þeirra. Að lokum sigrar kristnin heiðnina. En að
eins að nafninu til. Heiðnir straumar falla eftir sem áður
um lönd kristninnar. Síðar meir sigrar lúterskan kaþólsk-
una. En heiðnir og kaþólskir straumar falla eftir sem áð-
ur um landið. Enn í dag ber þjóðlífið þess glögg merki,
hvaða trúbrögð hafa gengið um Svíþjóðu. Það er illmögu-
legt að uppræta það sem fest hefir djúpar rætur. Enda
væri það til lítilla bóta að fortíðin væri upprætt um leið
og sáð er til framtíðarinnar. Svíar eru fastheldnir og trú-
hneigðir. Má vera að þeir séu trúhneigðastir af öllum
Norðurlandabúum. Þessvegna hefir sænska kirkjan bestan
jarðveginn, og því er eðlilegt að hún sé tilkomumest Norð-
urlandakirknanna.