Prestafélagsritið - 01.01.1919, Page 144
ERLENDAR RÆKUR.
Um innlendar bækur telur »Prestafélagsritið« ekki þörf
að geta, nema sérstaklega standi á. Þeirra er minst í blöð-
um vorum og tímaritum og getur því naumast hjá því
farið, að allir, sem nýútkomnar islenzkar bækur vilja
eignast, geti fengið um þær að vita. En á útlendar bækur
er sjaldan minst í blöðum vorum eða tímaritum, allra
sízt á guðfræðibækur. Er því full ástæða fyrir rit þetta
að leiðbeina lesendum sínum, einkum prestunum, um
guðfræðirit, er þeim mætti verða gagn að. Lví sizt mega
prestarnir vanrækja að fjdgjast með tímanum. Þeir vita
bezt sjálfir, hvílík lífsnauðsyn þeim er að kynna sér merk-
ustu ritin er út koma árlega í nágrannalöndunum um
áliugamál þeirra. Er ritstjóranum af eigin reynslu kunn-
ugt, að ýmsum prestum er þökk á að fá leiðbeiningar
um þær bækur, er bezt séu við þeirra liæfi til þess að
frjófga andann og kynnast helztu trúarhreyfingum og
guðfræðiskoðunum nútímans. Gerir ritstjórinn því ráð fyrir
að geta árlega einhverra erlendra bóka, er ætla má að
erindi eigi til presta lands vors, og ef til vill einnig til
ýmsra leikmanna. En að þessu sinni þótti hentast að
benda á nokkur viðurkend rit þektra höfunda í helztu
greinum guðfræðinnar og leiðbeina með kaup á tímarit-
um og guðfræðilegum alfræðibókum.
Gott yfirlit yfir helztu greinar guðfræðinnar fæst i litlu
riti eftir N. Söderblom, erkibiskup Svía. Ritið heitir: »Stu-
diet af religionen«.
í almennri trúarbragðasögu er til stutt yfirlit eftir sama