Prestafélagsritið - 01.01.1919, Page 145
Erlendar bækur.
141
höfund: »Översikt av almanna religionshistorien«. Er rit
það einnig n}Tkomið í danskri þýðingu.
Góð bók í trúarheimspeki er eftir Auguste Sabatier:
»Religionsfilosofi«, þýdd á sænsku af N. Söderblom. En
allir þeir, sem kynnast vilja trúarlifssálarfrœði ættu að
lesa bók heimspekingsins William James: »The Varieties
of Religious Experiance«. Er hún þýdd á dönsku, nokkuð
stylt, og heitir þar: »Religiöse Erfaringer«.
í gamlaiestamenlisfrœðum eru til handhæg skýringarril á
þýzku og ensku: »Die Schriften des Alten Testaments in
Auswahl von Gressmann« og »Century Bible« í ellefu
bindum. En sérstaklega er prestum ráðið til að lesa bók
eftir H. Gunkel: Ausgewáhlte Psalmen«.
»S. Michelet: Fra Mose til proteterne« fræðir um trúar-
sögu ísraels, en »Fr. Buhl: Det israelitiske folks historie«
er góð bók fyrir þá, er kynna vilja sér ísraelssögu, einnig
H. P. Smith: »01d Testament History«.
í nýtestamentisfrœðum eru handhæg skgringarrit: »Die
Schriften des Neuen Testaments« í 2 stórum bindum, og
»Century Bible« í sex bindum. Auk þess eru sífelt að
koma út nýjar útgáfur af skýringum hinna einstöku rita
nýja testamentisins í safni Meyers (Meyer’s Kommentar
zum N. Testament) og í safninu »International Critical
Commentary«. — Ágæt bók, sem allir prestar ættu að
eignast, er »Jesu Evangelium« eftir Lyder Bruun, pró-
fessor í Kristjaníu.
Af trúfrœðiritum skulu 4 talin hér, sem öll hafa komið
út á Norðurlöndum síðan 1915. Eitt er norskt, eftir pró-
fessor Johannes Ording, og heitir: »Den kristelige tro«.
Er í 2 stórum bindum. Annað er sænskt: »Evangelisk
dogmatik« eftir N. J. Göransson, prófessor í Uppsala; í
tveimur bindum. Hin tvö eru dönsk. Annað heitir: »Livs-
forstaaelse« og er eftir dr. theol. F. C. Krarup, prest í
Sorö. Stórmerkilegt rit, þegar komið í nýrri útgáfu 1917.
.En hitt er eftir J. P. Bang, prófessor í Kaupmannahöfn,