Prestafélagsritið - 01.01.1919, Page 148
PRESTAFÉLAGIÐ.
Eftir dócent Magnús Jónsson.
Á Synódus 1918 kom það til umræðu, hvort ekki mundi
rétt og gagnlegt að prestar stofnuðu með sér félag til þess
að efla hag prestastéttarinnar i landinu. Var málið borið
fram af biskupi og fékk þegar ágætan byr hjá fundar-
mönnum. Var þá samþykt að stofna félagið, og kosin
bráðabirgðarstjórn til þess að búa til frumvarp til félags-
laga. Gengu þá þegar á fundinum í félagið 27 menn, sem
sé allir prestsvígðir menn og guðfræðikandidatar, sem á
fundi voru.
Bráðabirgðarstjórnin átti svo nokkra fundi með sér. Gekk
aðalstarf hennar eðlilega í það, að koma félaginu á lagg-
irnar. Ritaði hún öllum þeim, sem tiltök voru, að í félag-
ið vildu ganga, bréf um stofnun félagsins og hvatti þá til
þess að gerast meðlimir. Bréfið var sent út í júlímánuði
og voru undirtektir presta mjög góðar og gerðust þeir
flestir félagar.
Aðalstarf bráðabirgðarstjórnarinnar var, að semja frum-
varp til félagslaga. Var það ekki áhlaupaverk, þar eð félag
þetta er svo sérstakt í sinni röð, og ýmsar leiðir hugsan-
legar í öllu fyrirkomulagi þess. Útvegaði bráðabirgðarstjórn-
in sér lög svipaðra félaga erlendis til samanburðar, og
eftir allmiklar bollaleggingar var frumvarpið samið og
prentað og sent öllum félagsmönnum og óskað umsagnar
þeirra. Var þetta frumvarp svo samþykt með litlum breyt-
ingum á aðalfundi félagsins.
Eitt af nauðsynlegum verkefnum félagsins er það, að
halda úti kirkjulegu tímariti. Fótti bráðabirgðarstjórninni