Prestafélagsritið - 01.01.1919, Síða 149
Magnús Jónsson: Prestafélagið.
145
sem ekki mætti hjá líða, að það kæmi út nú þegar á þessu
ári. Ákvað hún því að reyna að koma því út sumarið
1919, og skyldi það vera ársrit. Réð hún ritstjóra pró-
fessor Sig. P. Sívertsen. Hefur það nú göngu sína og væri
óskandi að margar fleiri mættu á eftir fara, því að þó
ekki væri annað, þá væri það ærið nóg ástæða til félags-
skaparins, ef hann gæti orðið til þess, að góðu kirkjulegu
tímariti mætti halda úti.
En Prestafélagið heíir mörg fleiri verkefni. Og kemur
þá sérstaklega til greina hið umfangsmikla launamál. Peg-
ar félagið var stofnað, var það eitt af því, sem hvatti til
félagsstofnunarinnar að launakjör presta voru orðin með
öllu óviðunandi! í ársbyrjun 1919 hófst svo í Reykjavík
almenn hreyfing meðal starfsmanna ríkisins til þess að
krefjast launabóta, og leiddi sú hreyfing til þess, að ýms
félög mynduðust til þess að framfylgja þessum kröfum,
en þau mynduðu aftur eina heild, samband, sin á milli.
Bráðabirgðarstjórnin þóttist ekki geta setið hjá er þessu
fór fram, en á hinn bóginn ekki unt að ná til félagsmanna
úti um land alt eins fljótt eða oft og þurft hefði, og réðst
hún því í það, að taka þátt í samtökum þessum fyrir
hönd prestafélagsins og upp á væntanlegt samþykki félags-
manna. Kaus hún því fyrir prestafélagið 5 fulltrúa í sam-
bandsráðið. Sú nefnd ritaði svo félagsmönnum bréf um
þetta mál og starfaði í sambandinu. Alt þetta samþykti
svo aðalfundur prestafélagsins.
Aðalfundur félagsins var haldinn í þetta sinn í sambandi
við synodus, af því að félagið var ekki komið verulega á
laggirnar. Voru lög þess þar samþykt og nefnd skipuð tii
þess að athuga launamálið. Hafði bráðabirgðarstjórnin
áður gert tillögu um það mál. Er launamálið nú það,
sem mest kallar að og mest reynir á þolrif hins nýja fé-
lagsskapar, nokkurskonar prófsteinn á einlægni félags-
manna í því, að styðja hver annan í sameiginlegum á-
hugamálum og þol þeirra í þungum róðri.
Félagið hefir nú 123 meðlimi og þar á meðal flesta
Prestafélagsritiö. 10