Prestafélagsritið - 01.01.1919, Page 156
152
Jón Helgason:
Með þeirri bæn til drottins, að hann af náð sinni blessí
þessar fyrirætlanir vorar og taki þær í sína þjónustu, send-
ura vér hinni íslenzku kirkju um yðar hendur, herra bis-
up, hjartanlega kveðju vora með nálæga jólahátíð í huga,.
biðjandi guð að græða sárin og sefa harmana, sem á næst-
liðnu hausti hafa á ýmsan hátt blandað gleði hinnar ís-
lenzku þjóðar sárri alvöru.
Á jólaföstunni 1918«.
(20 undirskriftír).
Pessari hlýju kveðju svaraði nefnd sú, er á synodus
1918 var kosin til þess af hálfu hinnar ísl. prestastéttar
að vera í verki með hinni dönsku nefnd í þessu »sam-
bandsmáli« og semja við hana um það.
Af hvaða rótum er þessi sambandshreyfing runnin?
Meginhvötin til hennar er lifandi tiltinning fyrir því,
að andlega sambandið milli sambandsþjóðanna, hinnar
dönsku og íslenzku, sem hefði átt að flytja og getað flutt
báðum aðiljum varma og innileika bæði í kirkjulegu og
þjóðlegu tilliti, hafi á liðnum tímum verið óhæfilega illa
rækt af hálfu dönsku kirkjunnar, er í því efni hafi sýnt
af sér óverjandi sinnuleysi um beina skyldu sína. Er það
nú ósk hlutaðeigenda, að breyting megi verða á þessu á
komandi tíð, og andlegt samband með þjóðunum komist á
fót, er einnig geti orðið til þess að tryggja hið lögfesta
samband þeirra i öðrum efnum, og gera sambúðina sem
ánægjulegasta og blessunarríkasta báðum þjóðunum.
Og þegar því næst er á það litið hvað fyrir nefndinni
vakir, þá er þess fyrst að minnast, að hér er ekki um
neinn trúboðsrekstur að ræða á meðal vor af hálfu Dana^
og því síður um að gróðursetja hér einhverja sérstaka
danska kirkjulega stefnu. Hér er að eins um það að ræða,.
að vinna að nánari kunnleika með kristnum lýð beggja
landanna er orðið geti undirstaða innilegs og blessunar-
ríks systra- og samúðarsambands með þessum tveim þjóð-
kirkjum. Framtíðartakmarkið er, að starfsmenn þessara
þjóðkirkna beggja fái tækifæri til að kynnast hver öðrum